Fara í efni  

Fréttir

Samningar undirritaðir um 71,5 mkr. framlag til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði þann 3. júní sl. voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka vegna sjö verkefna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 71,5 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2019, en alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr. 

Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að færa heimamönnum aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna og tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun. Lögð er áhersla á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefnin sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Við mat á umsóknum var m.a. lagt til grundvallar íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur. Styrkhæfir aðilar voru landshlutasamtök sveitarfélaga. 

Verkefnin sjö sem hljóta styrk árið 2019 eru: 

  • Gestastofa Snæfellsness. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi fær styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness. Gestastofan gegnir lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu nesinu. Þar verður miðlað upplýsingum og þekkingu um svæðið til ferðamanna. Styrkurinn nýtist til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. Verkefnið er styrkt um 10.000.000 kr
  • Þekkingarsetur í Skaftárhreppi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fá styrk til að  undirbúa hönnun á þekkingarsetri á heimavist Kirkjubæjarskóla. Breyta á heimavistarálmu, ljúka hönnun og gera útboðsgögn fyrir nýbyggingu Erróseturs. Verkefnið er styrkt um kr. 17.500.000,- á árinu 2019 og um 25.000.000,- árlega árin 2020-2021, samtals kr. 67.500.000,- 
  • Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hlýtur styrk fyrir tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Sköpunarmiðstöðin er tilraunaverkefni á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar. Ráðast þarf í endurbætur á húsnæðinu og nýtist styrkurinn til þessa þáttar. Verkefnið er styrkt um 17.500.000 kr. á árinu 2019 og kr. 20.000.000,- árlega árin 2020-2021, samtals kr. 57.500.000,- 
  • Orkuskipti og bætt orkunýting í Grímsey. Eyþing hlýtur styrk til að skoða fýsileika orkuskipta fyrir Grímsey. Markmiðið er að hætta brennslu jarðefnaeldneytis í Grímsey, framleiða rafmagn og hita með lífdísli, vind- og sólarorku.  Verkefnið er styrkt um kr. 5.200.000,-. 
  • Strandakjarni – undirbúningur og verkefnisstjórn. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til að vinna þarfagreiningu, viðskiptaáætlun o.fl. Uppbygging Strandakjarna er hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi undir sama þaki. Markmið verkefnisins er að standa undir þjónustu við íbúa með rekstri verslunar og annarri grunnþjónustu. Horft er til Merkur verkefnisins í Noregi. Verkefnið er styrkt um kr. 4.300.000,-
  • Vestfirðir á krossgötum – uppbygging innviða og atvinnulífs. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk til að taka saman gögn til að byggja á ákvarðanatöku og stefnumótun varðandi þær breytingar sem framundan eru vegna samgöngubóta og breytinga í atvinnulífi, t.d. fiskeldi. Gera á viðhorfskönnun og greiningu á samfélagslegum áhrifum samgöngubóta, og á áhrifum fiskeldis.  Verkefnið er styrkt um kr. 12.000.000,-
  • Hitaveituvæðing Óslandshlíðar, Viðvíkursveitar og Hjaltadals. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlýtur styrk til að leggja stofnlögn hitaveitu og tengja borholu í Fljótum. Þannig verður miðsvæði Skagafjarðar tengt hitaveitu árið 2021, en það er eina svæðið í sveitarfélaginu sem ekki hefur hitaveitu. Verkefnið er styrkt um kr. 5.000.000,-.

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389