Fara í efni  

Fréttir

Samkomulag um nýtingu aflamarks Byggðastofnunar á sunnanverðum Vestfjörðum

Undirritaður hefur verið samningur um aukna byggðafestu á vinnusóknarsvæðum þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum. Samningurinn felur í sér samstarf um nýtingu á 400 þorskígildistonna aflamarki árlega í þrjú ár auk mótframlags samstarfsaðila. Að samkomulaginu koma, auk Byggðastofnunar, Oddi hf. á Patreksfirði og útgerðarfyrirtækin Stegla ehf. og Garraútgerðin ehf. á Tálknafirði. 

Oddi hf. gerir ráð fyrir 4.000-5.000 tonna vinnslu í fiskvinnslu Odda hf. á Patreksfirði og með ríflega 60 starfsmönnum auk 25 starfa á sjó. Það er von samningsaðila að samkomulaginu sé lagður grunnur að aukinni byggðafestu á Sunnanverðum Vestfjörðum í framhaldi af lokun fiskvinnslu Þórsbergs ehf. á Tálknafirði. 

Samkomulag um aflamark Byggðastofnunar er nú í gildi á eftirtöldum tíu stöðum: Bakkafirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, Drangsnesi, Flateyri, Hrísey,  Raufarhöfn, Suðureyri, Sunnanverðum Vestfjörðum og Þingeyri. Auk þess hefur verið samþykkt að ganga til samninga við aðila í Grímsey um nýtingu aflamarks Byggðastofnunar. 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389