Fréttir
Samkomulag um eflingu byggðar á Raufarhöfn
Byggðastofnun og fyrirtæki og einstaklingar í veiðum og fiskvinnslu á Raufarhöfn hafa í dag gert með sér samkomulag um aukna byggðafestu á Raufarhöfn.
Alþingi samþykkti þann 25. júní 2013 að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskígildistonnum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Til að nýta aflaheimildirnar og úthluta þeim á ábyrgan hátt mótaði Byggðastofnun reglur og viðmið þar sem áhersla er m.a. lögð á víðtækt samstarf við útgerðarfyrirtæki sem búa yfir umtalsverðum aflaheimildum og möguleikum til fullvinnslu sjávarafurða í hverju byggðarlagi fyrir sig. Útgerðir á hverjum þessara staða leggja fram allt að 1.500 þorskígildistonn á móti allt að 400 tonnum frá Byggðastofnun. Horft var til uppbyggingar í sjávarútvegi sem skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum. Það er mat Byggðastofnunar að þetta fyrirkomulag stuðli að öflugri sjávarútvegi til lengri tíma litið og dragi um leið úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna.
Í dag var á grundvelli þessa verkefnis undirritað samkomulag Byggðastofnunar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um nýtingu 400 þorskígildistonna á Raufarhöfn til 3 ára, með möguleika á framlengingu um 2 ár. Aðilar að samkomulaginu eru fiskvinnsla GPG Seafood á Raufarhöfn, Útgerðarfélagið Stekkjavík ehf, Uggi útgerðarfélag ehf, Sauðá ehf, Önundur ehf, Útgerðarfélagið Röðull ehf, Garðar Birgisson og BÁV útgerð ehf.
Umgjörð um verkefnið, þar með talið skipting aflaheimilda á milli aðila verkefnisins, var skilgreind í umsókn þessara sömu aðila, og verkefnið er því vel til þess fallið að sameina krafta heimamanna til nýtingar aflaheimilda í takti við þarfir þátttakenda og samfélagsins á staðnum. Með úthlutuninni er einkum leitast við hvetja til sóknar á haustmánuðum en það er sá tími sem hvað erfiðastur hefur verið í hráefnisöflun. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga aðstoðaði hagsmunaaðila við gerð umsóknar og frágang samninga.
Vonir standa til að með þessu samkomulagi Byggðastofnunar og heimaaðila verði komið á meiri stöðugleika á heils árs grundvelli í veiðum og vinnslu á Raufarhöfn en verið hefur undanfarin ár, og þar með lagður grunnur að aukinni byggðafestu. Samhliða er unnið að gerð slíkra samninga á Tálknafirði, Flateyri, Suðureyri og á Drangsnesi.
Jafnframt vinnur Byggðastofnun að þróunarverkefninu „Raufarhöfn og framtíðin“ í samvinnu við íbúa og fyrirtæki á Raufarhöfn, Sveitarfélagið Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Háskólann á Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir: Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar S: 455 5400 adalsteinn@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember