Fara í efni  

Fréttir

Samkomulag um aukna byggðafestu á Flateyri

Byggðastofnun, fyrirtæki í fiskeldi, veiðum og fiskvinnslu á Flateyri hafa gert með sér samkomulag um aukna byggðafestu á Flateyri.

Alþingi samþykkti þann 25. júní 2013 að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskígildistonnum til að styðja byggðarlög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi.

Til að nýta aflaheimildirnar og úthluta þeim á ábyrgan hátt mótaði Byggðastofnun reglur og viðmið þar sem áhersla er m.a. lögð á víðtækt samstarf við útgerðarfyrirtæki sem búa yfir umtalsverðum aflaheimildum og möguleikum til fullvinnslu sjávarafurða í hverju byggðarlagi fyrir sig.  Útgerðir á hverjum þessara staða leggja fram allt að 1.500 þorskígildistonn á móti  150 til400 tonnum frá Byggðastofnun. Horft var til uppbyggingar í sjávarútvegi sem skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum. Það er mat Byggðastofnunar að þetta fyrirkomulag stuðli að öflugri sjávarútvegi til lengri tíma litið og dragi um leið úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna.

Nú hefur verið undirritað samkomulag Byggðastofnunar og hagsmunaaðila í sjávarútvegi um nýtingu 300 þorskígildistonna á Flateyri til 3 ára, með möguleika á framlengingu um 2 ár.  Aðilar að samkomulaginu eru fiskvinnslan Arctic Oddi ehf., fiskeldisfyrirtækið Dýrfiskur ehf, Vestfirðingur ehf og ÍS-47 ehf.

Verkefnið felur í sér athyglisverð nýmæli í atvinnulífi  íslenskra sjávarbyggða, en markmið þess er að styðja við og byggja upp heilsárvinnslu á sjávarfangi og afurðum úr fiskeldi, og jafna út árstíðabundnar sveiflur í hráefnisöflun í hvorum vinnsluflokknum fyrir sig. Með þessu móti verður einnig hærra hlutfall virðisauka úr fiskeldi eftir á Flateyri.  Dýrfiskur er að byggja upp lífmassa í fiskeldi sínu og gerir ráð fyrir stigvaxandi slátrun á næstu árum og mun slátra um 2.000 tonnum af laxi árlega í lok samningstímabilsins. Umgjörð um verkefnið, framlag eldisfisks frá Dýrfiski og skipting aflaheimilda á milli aðila verkefnisins, var skilgreind í umsókn þessara sömu aðila, og verkefnið er því vel til þess fallið að sameina krafta heimamanna til nýtingar aflaheimilda í takti við þarfir þátttakenda og samfélagsins á staðnum. 

Vonir standa til að með þessu samkomulagi Byggðastofnunar og heimaaðila verði komið á meiri stöðugleika á heils árs grundvelli í veiðum og vinnslu á Flateyri en verið hefur undanfarin ár, og þar með lagður grunnur að aukinni byggðafestu.

Sambærilegir samningar hafa verið gerðir á Raufarhöfn, Suðureyri og Tálknafirði. Þá er samningur vegna Drangsness tilbúinn til undirritunar.

Nánari upplýsingar veitir: Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar S: 455 5400  adalsteinn@byggdastofnun.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389