Fara í efni  

Fréttir

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra úthlutar 76,5 milljónum krónum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 76,5 milljónum króna til níu verkefna á vegum fimm landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 28 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 777 m.kr. fyrir árin 2020-2023.

Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Verkefnin sem hljóta styrk eru:

  • Nýsköpunarnet Vesturlands. Verkefnið snýr að því að tengja saman þá aðila sem vinna að nýsköpun á Vesturlandi og efla þau nýsköpunarsetur og samvinnurými sem þegar eru til staðar. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlýtur styrk að upphæð kr. 19.000.000,- sem skiptist þannig: 11.000.000,- á árinu 2021 og 8.000.000,- á árinu 2022.
  • Hraðið. Uppbygging frumkvöðlaseturs á Húsavík og myndun klasa nokkurra stofnana. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hlýtur styrk að upphæð kr. 19.000.000,- á árinu 2021.
  • Vínlandssetur í Dalabyggð. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlýtur styrk að upphæð kr. 5.300.000,- á árinu 2020.
  • Friðlandsstofa – anddyri friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Stofnun og uppbygging friðlandsstofu. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hlýtur styrk að upphæð kr. 35.000.000,- sem skiptist þannig: kr. 10.000.000,- á árinu 2021, kr. 15.000.000,- árið 2022 og kr. 10.000.000,- árið 2023.
  • Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlýtur styrk að upphæð um kr. 7.200.000,- á árinu 2021.
  • Austurland – áfangastaður starfa án staðsetningar. Taka saman í eina gátt þau tækifæri sem bjóðast varðandi starfsaðstöðu, kortleggja þörf og skrá rými sem bjóðast. Samtök sveitarfélaga á Austurlandi hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.
  • Gróðurhús í Öxarfirði. Markmið verkefnisins er að stuðla að frekari nýtingu á auðlindum svæðisins með því að taka skref í átt til uppbyggingar gróðurhúsa í tengslum við jarðhita. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hlýtur styrk að upphæð kr. 2.000.000,- á árinu 2021.
  • Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum. Kortleggja og skilgreina uppbyggingu nýs klasa á Suðurnesjum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.
  • Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Kynna á íslensku ullina, bjóða upp á námskeið og kennslu í textíl með nýtingu og vörusölu í huga. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlýtur styrk að upphæð kr. 6.000.000,- á árinu 2021.

Í valnefndinni sitja þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem er formaður. Með valnefnd starfa Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu, og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Alls hafa 473 m.kr. verið ráðstafað til verkefnanna fyrir árin 2018-2023 en markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum.  


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389