Fara í efni  

Fréttir

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði
Skjáskot úr mælaborði

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2025 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2024. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 48 sveitarfélögum.

Nú er komin út skýrsla um fasteignagjöld viðmiðunareignar árið 2025. Samhliða skýrslunni hefur mælaborð verið uppfært með nýjustu gögnum.

Fasteignamat
Heildarfasteignamat (húsmat og lóðarmat) viðmiðunareignar er að meðaltali 67,1 m.kr. en fasteignamat er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu fasteignin er. Fasteignamat viðmiðunareignar í greiningunni er hæst á höfuðborgarsvæðinu eða 113,3 m.kr. að meðaltali. Utan höfuðborgarsvæðisins er fasteignamat hæst á Akureyri, á Akranesi, í Keflavík og í Hveragerði. Lægsta meðalfasteignamat landshluta er á Vestfjörðum 42,0 m.kr. og á Austurlandi 42,5 m.kr.

Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hækkaði heildarfasteignamat allra íbúðareigna um 3,2% milli áranna 2024 og 2025. Á höfuðborgarsvæðinu var hækkun fasteignamat íbúðarhúsnæðis 2,1% en 6,6% utan höfuðborgarsvæðis. Mesta hlutfallslega hækkun fasteignamats viðmiðunareignar var á Breiðdalsvík 34,1% en þar næst í Hnífsdal 30,8% og á Fáskrúðsfirði 27,2%.

Fasteignagjöld
Til fasteignagjalda teljast fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjöld. Meðaltal heildarfasteignagjalda fyrir viðmiðunareign er um 502 þ.kr. árið 2025.

Meðalupphæð fasteignagjalda viðmiðunareignar hækkaði um 6,9% milli ára og er hækkunin að mestu bundin við landsbyggðirnar, því fasteignagjöld viðmiðunareignar hækkuðu um 9,0% á matssvæðum utan höfuðborgarsvæðis en aðeins 1,3% á höfuðborgarsvæðinu. Meðaltal fasteignagjalda viðmiðunareignar er 509 þ.kr. á landsbyggðinni en 485 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu og er þetta í fyrsta sinn sem fasteignagjöld viðmiðunareignar í greiningunni eru almennt hærri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir mun lægra fasteignamat.

Samspil fasteignagjalda og fasteignamats
Þó fasteignagjöld séu ekki beintengd við fasteignamat eru línuleg tengsl milli heildarfasteignamats og heildarfasteignagjalda viðmiðunareignarinnar eins og sjá má á punktaritinu hér að neðan. Línan sem dregin er í gegnum punktana 103 er aðhvarfslína og matssvæði þar sem fasteignagjöld eru frábugðin því sem ætla mætti út frá fasteignamatinu lenda þá langt fyrir ofan eða neðan línuna.

Nánari upplýsingar má sjá í skýrslunni Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum árið 2025.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar mars
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389