Fréttir
Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2019
Byggðastofnun hefur nú í ár líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2019. Sjá má staðsetningar þessara þéttbýlisstaða hér á meðfylgjandi mynd.
Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808 m2. Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2018 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2019 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.
Fasteignamat
Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Þriðja árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildarmatið 16,1 m.kr. en var 14,5 m.kr. árið áður. Hæst er það á Höfuðborgarsvæðinu frá 53,4 m.kr. til 103,1 m.kr.
Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuðborgarsvæðisins, er matið hæst á Akureyri 49,5 m.kr. Matið þar hefur hækkað um 17,4% á milli ára en það var 42,15 m.kr. árið áður.
Heildarmat hækkaði mest á Húsavík á milli áranna 2017 – 2018 eða um 43%, úr 22 m.kr. í rúmar 31 m.kr. Nú hækkar það um 27,1% og fer í 39,9 m.kr. Í ár hækkar matið mest í Keflavík, eða um 37,7% og er nú 48,5 m.kr. næst á eftir Akureyri. Lægsta heildarmatið er í Bolungarvík 16,1 m.kr. sem er 2,3 m.kr. lægra en á Seyðisfirði og 2,9 m.kr. lægra en á Patreksfirði. Í Bolungarvík hækkaði matið um 11,3% á milli ára.
Fasteignagjöld
Gjöldin eru þriðja árið í röð hæst í Keflavík, 453 þ.kr. en voru 389 þ.kr. fyrir ári síðan. Fyrir ári síðan voru gjöldin næst hæst í Borgarnesi 378 þ.kr., en eru nú sjöttu hæstu gjöldin 403 þ.kr. Í ár eru gjöldin næst hæst á Selfossi 407 þ.kr. Undanfarin ár hafa lægstu gjöldin verið á Vopnafirði, en eru nú fimmtu lægstu 285 þ.kr. Nú eru gjöldin lægst í Grindavík 259 þ.kr. og næst lægst í Bolungarvík 260 þ.kr. Gjöldin í Grindavík eru 57% af gjöldum í Keflavík.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember