Fara í efni  

Fréttir

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum
Heildarmat

Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu líkt og undanfarin ár. Viðmiðunareignin er ávalt sú sama, einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og lóðarstærð er 808m2. Þessi viðmiðunareign er í raun ekki til staðar á þeim stöðum sem skoðaðir eru. Fasteignamat og lóðarleiga eru reiknuð út frá stærðum fasteignar og lóðar. Með sömu viðmiðunareigninni á öllum stöðum er því aðeins er verið að gera mat og gjöld samanburðarhæf.

Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2016 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2017 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi. Til að forðast skekkjur var útreikningur fasteignagjaldanna sendur á viðkomandi sveitarfélag og óskað eftir að athugasemdir yrðu gerðar ef um skekkjur væri að ræða. Tekið hefur verið tillit til þeirra ábendinga sem bárust.

Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Heildarmat á viðmiðunarsvæðum í höfuðborginni er frá 30 milljónum upp í 66 milljónir og hefur hækkað um 3 – 11% á milli ára.

Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuðborgarsvæðisins, er matið hæst á Akureyri 37,5 milljónir, var 35,4 milljónir árið áður. Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið til skiptis á Patreksfirði og Vopnafirði. Heildarmatið á þessum tveimur stöðum hækkaði hlutfallslega mest allra staða á milli áranna 2016 - 2017. Matið á Vopnafirði er nú 15,2 milljónir en var 12,0 milljónir og á Patreksfirði er það nú 14,5 milljónir en var 11,7 milljónir. Er Bolungarvík nú með lægsta heildarmatið, 65 þúsund krónum lægra en er á Patreksfirði.

Nánari greiningu má sjá í skýrslunni Samanburður fasteignagjalda 2017.

 

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389