Fréttir
Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðum
Fasteignamat er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Fasteignamat húss og lóðar á höfuðborgarsvæðinu, miðað
við meðaltal, er 34,2 milljónir. Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæðisins er matið
hæst í Keflavík, 25,8 milljónir, og á Akureyri 25,6 milljónir. Lægst er matið á Patreksfirði, 7,9 milljónir, í
Bolungarvík, 8,8 milljónir og á Siglufirði, 9,4 milljónir. Það er því ljóst að fasteignamatið er mjög mishátt
og hefur verið lengi. Á það bæði við um lóðarmat og húsamat. Þessi munur jókst mjög á bólutímanum
frá aldamótum síðustu og fram til ársins 2008. Þar sem matið er lægst er það einungis fjórðungur af mati sömu eignar
á höfuðborgarsvæðinu. Þessi mikli munur er augljóslega ein af ástæðum þess að lítið sem ekkert hefur verið byggt
af íbúðarhúsnæði á vegum einstaklinga víða á landsbyggðinni.
Þegar horft er á fasteignagjöldin breytist myndin verulega. Tekið skal fram að hér er horft til allra svokallaðra fasteignagjalda, það er fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitugjalds, vatnsgjalds og sorpgjalda. Notaðar eru álagningarreglur eins og þær eru í viðkomandi sveitarfélagi. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin. Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga. Gjöldin eru hæst á Selfossi, 258 þúsund en lægst á Hólmavík 122 þúsund. Gjöldin á Hólmavík eru því innan við 50% af gjöldunum á Selfossi.
Rétt er að taka fram að sveitarfélög veita mismunandi þjónustu til dæmis hvað varðar sorpurðun og förgun og sums staðar er rukkað fyrir þjónustu sem er innifalin í gjöldum annars staðar. Þá er og rétt að vekja athygli á því að á einstaka stað er fasteignamat mismunandi eftir hverfum í framangreindum stöðum. Loks er ástæða til að vekja athygli á því að í sveitarfélögum með fleiri en einn þéttbýliskjarna er fasteignamatið mjög mishátt eftir kjörnum og þar með fasteignagjöldin. Sama á við um dreifbýli.
Samanburður á fasteignamati og fasteignagjöldum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember