Fara í efni  

Fréttir

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum

Samanburður á orkukostnaði heimila á nokkrum stöðum
Samanburður á orkukostnaði

Uppfært 8. febrúar 2013: Tölur fyrir rafmagnskostnað á Akranesi hafa verið leiðréttar í töflu og súluriti.

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húsahitun á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum á landinu á ársgrundvelli. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti og 351 m3. Stærð lóðar er 808 m2. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. janúar 2013.

Af þeim stöðum sem skoðaðir voru reyndist rafmagnsverð hæst hjá notendum RARIK í dreifbýli kr. 103.059. Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði RARIK kr. 77.533. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri kr. 66.278. Hæsta verð er rúmlega 55% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 17% hærra en lægsta verð.

Þegar kemur að húshitunarkostnaðinum verða skilin skarpari. Þar er hæsti kyndingarkostnaðurinn á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli kr. 217.063. Í þéttbýli er kostnaðurinn hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 187.133. Þess ber að geta að á nokkrum öðrum þéttbýlisstöðum er húshitunarkostnaður hærri en hér kemur fram fyrir þá íbúa sem ekki eiga kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Sauðárkróki kr. 68.707. Hæsta verð er 216% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 172% hærra en lægsta verð.

Ef horft er til heildarkostnaðar þá er kostnaðurinn hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK kr. 320.123. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur á Grundarfirði, Neskaupstað og Vopnafirði kr. 264.686. Lægstur er heildarkostnaðurinn á Sauðárkróki kr. 146.260. Hæsta verð er því 119% hærra en lægsta verð. Í þéttbýli er hæsta verð 81% hærra en lægsta verð.

Eins og bent er á hér að framan eru aðstæður þannig á nokkrum þéttbýlisstöðum að ekki eiga allir húsráðendur kost á hitaveitu eða fjarvarmaveitu. Húshitunarkostnaður þessara aðila er hærri en fram kemur í súluritinu en sést aftur á móti í samanburðartöflunni. Þá ber og að hafa í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldskrá hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Tafla Súlurit (pdf) (jpg)

Nánari upplýsingar gefur Snorri Björn Sigurðsson snorri@byggdastofnun.is

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389