Fara í efni  

Fréttir

Sala rækjuverksmiðju Bakkavíkur

Sala rækjuverksmiðju Bakkavíkur
Frá undirritun samnings

Samningar hafa tekist milli Byggðastofnunar, þrotabús Bakkavíkur hf., og Kampa hf., um kaup Kampa á rækjuverksmiðju Bakkavíkur í Bolungarvík.

Bakkavík hf. varð gjaldþrota vorið 2010 og hefur Byggðastofnun frá þeim tíma leitast við að koma starfsemi aftur af stað í húsnæði félagsins við höfnina í Bolungarvík, sem hýsti áður eina fullkomnustu rækjuverksmiðju í Evrópu.

Kampi hf. hefur byggt upp eina öflugustu rækjuvinnslu landsins á Ísafirði. Að fyrirtækinu stendur útgerðarfélagið Birnir í Bolungarvík auk samstarfsmanna, og er ætlunin að nýta húsnæðið undir fiskverkun, rækjuvinnslu og mjölvinnslu úr rækjuskel, svo eitthvað sé nefnt. Forsvarsmenn Kampa reikna með að starfsemi geti hafist í húsnæðinu mjög fljótlega.

Byggðastofnun lýsir ánægju með að þessar eignir séu loks komnar í hendur duglegra manna sem hafa fullan hug á að koma þar af stað fjölbreyttri starfsemi. Kampi hefur sýnt góðan rekstur eftir að hafa tekist á hendur endurreisn rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði fyrir nokkrum árum og óskar Byggðastofnun þeim velfarnaðar í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.

Frekari upplýsingar veita Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar í síma 455-5400 og Jón Guðbjartsson stjórnarformaður Kampa hf., í síma 450-4000


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389