Fara í efni  

Fréttir

Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012

Safnasafnið hlýtur Eyrarrósina 2012
Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussa

Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni, hlýtur Safnasafnið á Svalbarðsströnd og veittu aðstandendur þess viðurkenningunni móttöku í dag laugardag við athöfn á Bessastöðum.

Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.  Fjölmennt var við athöfnina en auk afhendingarinnar kynnti Hrefna Haraldsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík Eyrarrósina og Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði samkomuna. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sungu einnig nokkur lög við góðar undirtektir gesta.

Verðlaunin sem Safnasafnið hlýtur ásamt Eyrarrós í hnappagatið er fjárstyrkur að upphæð 1,5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá Flugfélagi Íslands. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði og þau hljóta 250 þúsund króna verðlaun auk flugmiða.

Handhafi Eyrarrósarinnar, Safnasafnið – Alþýðulistasafn Íslands, stendur við þjóðveg eitt rétt utan við Akureyri, í gamla Þinghúsinu á Svalbarðsströnd. Safnið opnaði árið 1995 og vinnur merkilegt frumkvöðlastarf í þágu íslenskrar alþýðulistar. Safnið hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt og sérstöðu í safnaflóru landsins og sýningar þess byggja á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil. Í sölum Safnasafnsins sýna hlið við hlið frumlegir og ögrandi nútímalistamenn, sjálflærðir alþýðulistamenn, einfarar og börn. Samspil heimilis, garðs, safns og sýningarsala er einstakt og sífellt er bryddað upp á nýjungum. Safnasafnið vinnur ötullega með íbúum sveitarfélagsins og hefur frá upphafi haft frumkvæði að samstarfi við leikskóla- og grunnskólabörn.   

Við athöfnina í dag tilkynnti Hrefna Haraldsdóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík að samningur aðstandenda Eyrarrósarinnar; Listahátíðar, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands, yrði endurnýjaður til næstu þriggja ára, enda mikil ánægja aðstandenda með verkefnið frá upphafi.

Metfjöldi umsókna var um Eyrarrósina í ár, en árlega er auglýst eftir umsóknum í fjölmiðlum og eru umsækjendur m.a. ýmis tímabundin verkefni, menningarhátíðir, stofnanir og söfn. Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.

Verðlaunin hafa allt frá stofnun árið 2005 átt þátt í því að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni og skapað sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Verðlaunin eru gríðarlega mikilvæg enda um veglega upphæð að ræða, en tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverður gæðastimpill fyrir þau afburða menningarverkefni sem hann hljóta. 

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sungu og léku við afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöðum

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson sungu og léku við afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöðum

Aðstandendur allrar tilnefndra verkefna ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

 

Aðstandendur allrar tilnefndra verkefna ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff

Handhafar Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff

Sækja fréttatilkynningu hér sem pdf. skjal

Ljósmyndir í prentupplausn fyrir fjölmiðla:

Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein taka við verðlaununum úr hendi Dorritar Moussaieff á Bessastöðum

Aðstandendur Eyrarrósarinnar 2012 ásamt öllum tilnefndum

Aðstandendur tilnefndra verkefna til Eyrarrósarinnar 2012 ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson tóku lagið fyrir gesti á afhendingu Eyrarrósarinnar á Bessastöðum

 

Nánari upplýsingar og viðtöl:

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir stofnendur og stjórnendur Safnasafnsins s. 862-2166

Steinunn Þórhallsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri steinunn@artfest.iss. 862-3242

Guðrún Norðfjörð, framkvæmdastjóri gudnord@artfest.iss. 866-6010

Heimasíða Safnasafnsins: www.safnasafnid.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389