Fréttir
Raufarhöfn og framtíðin
Nú hefur verið undirritaður samstarfssamningur um framhald verkefnisins „Raufarhöfn og framtíðin.“ Var það gert á fundi verkefnisstjórnar verkefnisins sem var haldinn á Raufarhöfn í sól og blíðu þann 13. maí. Á fundinum var nýráðinn verkefnisstjóri, Silja Jóhannesdóttir, boðin velkomin til starfa.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga undirrituðu samstarfssamninginn af hálfu sinna stofnana á fundinum þann 13. maí, en Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings átti ekki heimangengt á fundinn. Auk ofangreindra aðila er Eyþing aðili að samningnum sem nú er frágenginn og undirritaður.
Fyrir liggur mat á verkefninu „Brothættar byggðir“, sem verkefnið „Raufarhöfn og framtíðin“ er hluti af. Matið var unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hefur skýrslan verið kynnt fyrir ráðherra. Byggðastofnun vinnur að því að endurskoða verklagið fyrir „Brothættar byggðir“ og mun, auk ábendinga í matsskýrslunni, leggja reynsluna af verkefninu fram að þessu til grundvallar, auk þess að hafa kynnt sér aðferðir erlendis frá og fengið gagnlegar ábendingar frá þátttakendum í verkefninu.
Verkefnið verður framlengt til loka árs 2017 ára og málin/verkefnin sett upp með skýrum markmiðum og tímaramma. Því verður skipt upp í fjóra áfanga og má segja að verkefnið á Raufarhöfn sigli nú inn í þriðja áfanga að lokinni vinnu við að skýra framtíðarsýn og markmiðssetningu fyrir einstök verkefni.
Gert er ráð fyrir að haldinn verði íbúafundur á Raufarhöfn þar sem framtíð verkefnisins verður kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum og hugmyndum á framfæri. Verður það að hluta til vinnufundur þar sem þátttakendur vinna í málefnahópum eins og þeir urðu til á íbúaþingi í janúar 2013.
Í verkefnisstjórn sitja Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings, Birna Björnsdóttir fulltrúi íbúa, Reinhard Reynisson fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson af hálfu Byggðastofnunar, en Kristján var áður verkefnisstjóri á Raufarhöfn. Hann, ásamt Sigríði, sér um daglegt starf verkefnisins „Brothættar byggðir“, m.a. að stýra fundum og starfi verkefnisstjórna.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember