Fréttir
Rafrænn íbúafundur í Strandabyggð í verkefninu Brothættar byggðir
Miðvikudaginn 29. apríl var haldinn rafrænn fundur fyrir íbúa Strandabyggðar í verkefninu Brothættar byggðir. Tilefni fundarins var að kynna styrkjamöguleika í fjárfestingarátaki í Brothættum byggðum. Sem hluti af aðgerðum vegna veirufaraldurs samþykkti Alþingi að veita aukalega 100 m.kr. til Brothættra byggða á árinu 2020. Þar af fara 60 m.kr. í Frumkvæðissjóð sem skiptist jafnt á milli þátttökubyggðarlaganna, 8,5 m.kr. á hvert þeirra. Verkefnisstjórn hvers byggðarlags úthlutar úr þeim sjóði og stefnt er að úthlutun í Strandabyggð að afloknu íbúaþingi sem haldið verður í félagsheimilinu í Strandabyggð í sumar og mótun verkefnisáætlunar í framhaldi af því.
40 m.kr. er veitt Öndvegissjóð sem er sameiginlegur samkeppnissjóður fyrir öll sjö byggðarlögin. Hvert byggðarlag getur sent að hámarki tvær umsóknir í Öndvegissjóðinn. Sérstök úthlutunarnefnd, skipuð fulltrúum verkefnisstjórna Brothættra byggða, úthlutar úr sjóðnum. Úthlutanir úr Öndvegissjóði eru ætlaðar til þess að styðja við stærri frumkvæðisverkefni íbúa sem skapa atvinnu í byggðarlaginu auk þess að taka tillit til markmiða verkefnisins Brothættar byggðir.
Hægt er að sjá upptöku af fundinum á heimasíðu Strandabyggðar og glærur fundarins má nálagst HÉR.
Verkefnisstjórn Brothættra byggða í Strandabyggð kallar nú eftir hugmyndum úr samfélaginu að verkefnum til að sækja um í Öndvegissjóðinn. Senda má hugmyndir inn HÉR og er frestur til að skila inn hugmyndum til og með 10. maí 2020. Verkefnisstjórnin vill hvetja samfélagið til að senda inn hugmyndir að verkefnum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember