Fara í efni  

Fréttir

Ráðstefna um íbúaþróun á vegum NORA

Norræna Atlantssamstarfið, NORA, stóð fyrir ráðstefnu um íbúaþróun í lok október. Ráðstefnan, sem var undir heitinuChallenged by Demography, var haldin í Alta í Finnmörku og stóð í tvo daga, 20. og 21. október síðastliðinn. Ráðstefnuna sóttu rúmlega 100 manns, flestir frá NORA-löndunum, Noregi, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Flestir þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni voru frá NORA-löndunum, en einnig fluttu erindi gestir frá Nýfundnalandi, Ástralíu og dönsku eynni Bornholm. Flest erindin voru flutt á fyrri degi ráðstefnunnar. Erindi fluttu m.a. dr. Keith Storey frá Nýfundnalandi, dr. Rasmus Ole Rasmussen og Hjalti Jóhannesson frá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Á síðari ráðstefnudeginum gátu þátttakendur valið um fjóra umræðuhópa og þar voru fluttar stuttar kynningar sem tengdust viðfangsefnunum. Að þeim loknum voru almennar umræður og settar fram tillögur og hugmyndir um ýmsar aðgerðir í viðkomandi málaflokki. Hóparnir fjölluðu um kynferði (gender), um menningu og kynningarstarf (culture and branding), um menntun og atvinnu (education and work) og um opinbera þjónustu (public service delivery).

Auk Hjalta áttu framlag af Íslands hálfu þau Anna Karlsdóttir frá Háskóla Íslands, Peter Weiss frá Háskólasetri Vestfjarða og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir frá Landnámssetrinu. Nokkrir Íslendingar til viðbótar sátu ráðstefnuna og þótti mönnum hún fróðleg og gagnleg.

Nú er komin út skýrsla um ráðstefnuna, sem finna má á heimasíðu NORA,http://www.nora.fo/  Í skýrslunni hvetur NORA til aukins samstarfs NORA-landanna og einnig til samstarfs við önnur lönd og svæði sem fást við svipuð viðfangsefni, bæði á sviði rannsókna og ýmissa annarra verkefna. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir m.a. að markmiðið sé vöxtur, eða að fjölga íbúum og auka hagvöxt á svæðinu og að slíkur vöxtur verði viðvarandi. Það þarf að auka menntunarstig, bregðast við aldursdreifingu með því að laða ungt fólk að eða fá það til að snúa aftur heim sem og að  finna leiðir til að jafna kynjahlutfallið í hinum dreifðari byggðum. Lausnir á þessum viðfangsefnum eru ekki einfaldar og þær voru e.t.v. ekki fundnar á ráðstefnunni, en þar komu þó fram ýmsar hugmyndir. Mikil áhersla var lögð á samstarf á svæðinu sem lykil að lausnum.

Einnig má benda á umfjöllun um ráðstefnuna í Fréttablaðinu sl. föstudag, 20. nóvember, en blaðamaður Fréttablaðsins sat ráðstefnuna í boði NORA.

Sigríður K. Þorgrímsdóttir, tengiliður NORA á Íslandi.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389