Fara í efni  

Fréttir

Ráðstefna um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun

Ráðstefna Nordregio, iðnaðarráðuneytis og Byggðastofnunar um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun var haldin í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní síðastliðinn.

Nordregio (Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum), Iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun, í samstarfi við Norrænu embættismannanefndina, stóðu fyrir ráðstefnu um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun sl. miðvikudag, 24. júní. Ráðstefnan var haldin á Grand Hotel og hana sóttu nálægt 80 manns.

Ráðstefnuna setti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Þrír erlendir fyrirlesarar voru á ráðstefnunni, auk Ole Damsgaard forstjóra Nordregio sem stjórnaði pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar.

Sigrid Hedin greindi frá nýrri rannsókn Nordregio á hlutverki og áhrifum svæðisháskóla á nærumhverfið og þróun byggðar. Einnig héldu erindi Eija-Riitta Ninikoski frá Háskólanum í Oulu í Finnlandi og Peter Arbo, prófessor við norska sjávarútvegsháskólann í Tromsö.

Að loknum erindum erlendu gestanna voru flutt fjögur styttri íslensk erindi, en ræðumenn voru Stefanía Steinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem fjallaði um Háskólann á Akureyri, Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands fyrir hönd Háskólafélags Suðurlands, Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra HÍ. Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri í iðnaðarráðneytinu var ráðstefnustjóri.

Hægt verður að nálgast glærur frá ráðstefnunni hér á síðunni innan skamms

   

Sigrid Hedin frá Nordregio í ræðustól

 

Frá pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389