Fréttir
Ráðstefna um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun
Ráðstefna Nordregio, iðnaðarráðuneytis og Byggðastofnunar um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun var haldin í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní síðastliðinn.
Nordregio (Norræna fræðastofnunin í skipulags- og byggðamálum), Iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun, í samstarfi við Norrænu embættismannanefndina, stóðu fyrir ráðstefnu um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun sl. miðvikudag, 24. júní. Ráðstefnan var haldin á Grand Hotel og hana sóttu nálægt 80 manns.
Ráðstefnuna setti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Þrír erlendir fyrirlesarar voru á ráðstefnunni, auk Ole Damsgaard forstjóra Nordregio sem stjórnaði pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar.
Sigrid Hedin greindi frá nýrri rannsókn Nordregio á hlutverki og áhrifum svæðisháskóla á nærumhverfið og þróun byggðar. Einnig héldu erindi Eija-Riitta Ninikoski frá Háskólanum í Oulu í Finnlandi og Peter Arbo, prófessor við norska sjávarútvegsháskólann í Tromsö.
Að loknum erindum erlendu gestanna voru flutt fjögur styttri íslensk erindi, en ræðumenn voru Stefanía Steinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem fjallaði um Háskólann á Akureyri, Steingerður Hreinsdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands fyrir hönd Háskólafélags Suðurlands, Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar fræðasetra HÍ. Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri í iðnaðarráðneytinu var ráðstefnustjóri.
Hægt verður að nálgast glærur frá ráðstefnunni hér á síðunni innan skamms
Sigrid Hedin frá Nordregio í ræðustól
Frá pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember