Fara í efni  

Fréttir

Ráðstefna NORA um tækifæri á Norður-Atlantssvæðinu

Dagana 18.-19. maí sl. var haldin í Reykjavík ráðstefna á vegum NORA undir yfirskriftinni North Altantic Opportunities. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setti ráðstefnuna, en Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar var ráðstefnustjóri.

Ráðstefnan var opin öllum og stóð fram til hádegis fyrri daginn. Að henni lokinni tóku við vinnufundir þar sem annars vegar var fjallað um tækifæri í fiskeldi og hins vegar varðandi sjálfbæra orkunýtingu. Til vinnufundanna var boðið aðilum frá hinu opinbera, úr atvinnulífi og rannsóknargeira. Þátttakendur komu frá NORA-löndunum fjórum, auk Kanada, en eitt af markmiðunum með fundunum var að efla samstarf við Kanada. Að öðru leyti var markmiðið fyrst og fremst að koma á fót samstarfsverkefnum á svæðinu og innan þessara greina, eða opna möguleika á slíku samstarfi.

Þátttakendur vinnufundanna voru um 50 talsins. Almenn ánægja var með útkomuna meðal þátttakenda og nokkur álitleg verkefni virðast vera í farvatninu í kjöfar fundanna. Lars Thostrup framkvæmdastjóri NORA var mjög ánægður með árangur fundanna, en telur jafnframt nauðsynlegt að vel takist til með fjármögnun slíkra samstarfsverkefna og til þess að svo megi vera þurfi norræna sjóðakerfið að vinna vel saman. Á ráðstefnunni voru bæði norrænir og kanadískir stuðningsmöguleikar kynntir og fulltrúar þeirra sjóða lýstu yfir vilja að koma að samstarfsverkefnum með NORA-löndunum. Það voru auk NORA, m.a. Norræni nýsköpunarsjóðurinn.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389