Fréttir
Ráðstefna NEED-verkefnisins á Íslandi
Dagana 20.–24. október nk. verður haldin fjölþjóðleg ráðstefna um umhverfismennt og þróun fræðandi ferðaþjónustu á friðlýstum svæðum.
Ráðstefnan er á vegum NEED-verkefnisins – Northern Environmental Education Development project – sem hlaut nýverið þriggja ára styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme).
NEED er samstarfsverkefni Finna, Íslendinga, Norðmanna og Íra. Fræðasetur Háskóla Íslands á Hornafirði leiðir íslenska hluta verkefnisins en aðrir aðstandendur þess hérlendis eru Þekkingarsetur Þingeyinga, Þekkingarnet Austurlands, Framhaldsskóli Austur Skaftafellssýslu og Kirkjubæjarstofa. Verkefnið er jafnframt unnið í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð, Skaftárhrepp, Norðurþing, Fljótsdalshérað og Vatnajökulsþjóðgarð.
Ráðstefnan hefst þriðjudaginn 21. október á Húsavík en færist þaðan til Egilsstaða (22. okt.), síðan til Hafnar í Hornafirði (23. okt.) og loks til Kirkjubæjarklausturs (24. okt.). Þetta fyrirkomulag helgast af því að hinn nýstofnaði Vatnajökulsþjóðgarður er miðpunktur verkefnisins á Íslandi og þ.a.l. þótti aðstandendum þess mikilvægt að kynna verkefnið á öllum fjórum rekstrarsvæðum hans. Á ráðstefnunni verða m.a. fluttir fyrirlestrar um náttúrufar í þjóðgarðinum, um stjórnun hans og starfsemi, og um ný atvinnutækifæri í ferðaþjónustu, auk erinda um NEED-verkefnið. Ráðstefnan fer fram á ensku, þátttaka í henni er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar má finna á:
http://www.hi.is/moya/page/hfn_NEED_radstefna
Aðalmarkmið NEED-verkefnisins er að nýta þekkingu um náttúrufar og menningararf í þjóðgörðum og grannbyggðum þeirra til þess að auka skilning á gildi þeirra og mikilvægi verndunar, efla þekkingu og sjálfsmynd íbúa, og byggja upp atvinnustarfsemi m.a. í gegnum miðlun og sölu upplýsinga um þessi svæði til ferðamanna. Á Íslandi verða sett upp margvísleg tilrauna- og þróunarverkefni sem öll varða Vatnajökulsþjóðgarð og grannbyggðir hans, t.d. um kennslu grunnskólabarna í náttúruskólum við gestamiðstöðvar þjóðgarðsins, skipulag vettvangsnámskeiða í náttúru- og umhverfisfræðum fyrir framhaldsskóla- og háskólanema, hönnun námskeiða fyrir íbúa grannbyggða um náttúrufar, menningu og umhverfisvernd, og ráðgjöf fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu varðandi vöruþróun í sjálfbærri og/eða fræðandi ferðaþjónustu.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og NEED-verkefnið veitir:
Sandra Björg Stefánsdóttir
470-8044/694-8845, sbs@hi.is
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember