Fréttir
Ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu, lokaskýrsla
Nýverið var lokaskýrslu skilað um rannsóknina „Ráðandi tungumál í íslenskri ferðaþjónustu“ eftir Önnu Vilborgu Einarsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur, lektora við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Ágústu Þorbergsdóttur, deildarstjóra hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Byggðarannsóknasjóður Byggðastofnunar styrkti rannsóknina.
Markmið rannsóknar var að fá innsýn í notkun tungumála í ferðaþjónustu á landinu með því að kanna nafngiftir fyrirtækja í faginu og hvernig eða hvort ásetningur stjórnvalda um að varðveita og efla íslenska tungu hefði náð fram að ganga. Ætlun rannsekenda var að varpa ljósi á stöðuna og bæta meðvitund um hvernig íslensk tunga stendur að þessu leyti, efla þekkingargrunn og forsendur fyrir stefnumótun um tungumálanotkun. Einnig að kanna hvort og hvernig sveitarfélög, samtök og félög ferðaþjónustunnar telja sig ábyrga gagnvart íslensku tungumáli og skoða hvaða áherslur þau leggja um notkun íslensku sem samskipta og markaðsmáls.
Lokaskýrsla rannsóknarinnar er tvískipt, önnur ber heitið „Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Skiptir hún máli?“og hin nefnist „Nöfn fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu“.
Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir ákvæði sveitarstjórnarlaga hafa fá sveitarfélög sett fram málstefnu, hvorki fyrir almenna opinbera notkun né leiðsögn til ferðaþjónustufyrirtækja um málnotkun. Í öðru lagi þá fylgja markaðsstofurnar, landshlutasamtökin og Vegagerðin engum sérstökum reglum eða stefnu um málnotkun í markaðssetningu, hvorki á vefum eða skiltum. Í þriðja lagi að þá hafa uppbyggingar- og menningarsjóðir landshlutasamtaka og sveitarfélaga sem oft styrkja ferðaþjónustufyrirtækin í markaðssetningu, engar reglur um málnotkun gagnvart henni.
Varpað er ljósi á hvernig íslensk ferðaþjónusta talar fremur til erlendra gesta en innlendra og er ekki að fylgja lagaákvæðum um að auglýsingar fyrir íslenska neytendur eigi að vera á íslensku, miðað við fjölda erlendra og blandaðra fyrirtækjanafna í ferðaþjónustu.
Þannig gefa niðurstöður rannsóknarinnar vísbendingu um að andvaraleysi gagnvart stöðu íslensku sé ríkjandi, hvort heldur sem er hjá opinberum aðilum eða stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuaðilar virðast telja að enska verði að vera ráðandi tungumál í ferðaþjónustu, sérstaklega í markaðssetningu og færri en fleiri sjá ástæðu til að halda íslenskri tungu á lofti eða nota hana í sinni þjónustu.
Rannsóknarskýrslurnar tvær er að finna hér:
Skýrsla 1: Staða málstefnu í stoðkerfi ferðaþjónustunnar. Skiptir hún máli?
Skýrsla 2: Nöfn fyrirtækja í íslenskri ferðaþjónustu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember