Fréttir
Prufukeyrsla Kalkþörunaverksmiðju á Bíldulal
28.2.2007
Á miðvikudaginn í síðustu viku voru fulltrúar Byggðastofnunar viðstaddir prufukeyrslu á vélum nýrrar Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, en Byggðastofnun hefur annast innlenda lánsfjármögnun verkefnisins. Uppsetning verksmiðjunnar hefur gengið að óskum og er verkið á áætlun.
Komið hefur í ljós að hráefnið sem notað verður til vinnslunnar er af mjög háum gæðum, bæði til framleiðslu dýrafóðurs, og til matvælaframleiðslu. Reiknað er með að afkastageta verksmiðjunnar verði um 57.000 tonn á ári en gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði hún um 8.000 tonn á ári og verði aukin í fulla getu í nokkrum áföngum. Fyrri hluti verksmiðjunnar verður tilbúinn innan nokkurra daga, en seinni hlutinn eftir u.þ.b. 8 vikur.
Vonir standa til þess að með verksmiðjunni skapist tíu til fimmtán framtíðarstörf á Bíldudal. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi.
Íslenska kalkþörungafélagið er aðaleigandi verksmiðjunnar, en það er svo aftur í 75% eigu Celtic Sea Minerals á Írlandi. Írska fyrirtækið á einnig kalkþörungaverksmiðju í bænum Castletownbere á Írlandi, en sú verksmiðja framleiðir einkum hráefni í dýrafóður. Þriðja verksmiðjan er svo í Birmingham á Englandi en hún framleiðir hráefni til matvælaiðnaðar. Gert er ráð fyrir að megnið af afurðum verksmiðjunnar verði seldar úr landi.
Þetta verkefni er dæmi um glæsilegan vaxtasprota í nýsköpun atvinnulífs á Bíldudal.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember