Fara í efni  

Fréttir

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri
Charlotta Englund

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur ákveðið að ganga til samninga við Charlottu Englund í Birkifelli í Öxarfirði, eða Lottu, um ráðningu í starf verkefnastjóra Öxarfjarðar í sókn sem er eitt af verkefnum Brothættra byggða. Hún mun taka við starfinu af Bryndísi Sigurðardóttur sem ætlar aftur vestur á firði og taka þar við starfi sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps.

Lotta hefur komið víða við í námi og hefur undir beltinu kúrsa í þjóðfræði, náttúruvísindum, viðskiptafræði og ferðamálafræði ásamt því að hafa tekið námskeið í framleiðslu- og gæðastjórnun.

Hún hefur síðustu ár verið að byggja upp fyrirtækið Active North í Öxarfirði ásamt því að leiða grasrótarverkefni íbúa sem felst í að byggja undir hugmyndir um baðstað á svæðinu. Áður hefur hún unnið hjá Vatnajökulsþjóðgarði m.a. sem yfirlandvörður og sérfræðingur og þar á undan var hún gæðastjóri hjá Fjallalambi. Hún hefur því fjölþætta reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er vel kunnug svæðinu.

Við bjóðum Lottu velkomna til starfa hjá félaginu um leið og við þökkum Bryndísi vel unnin störf.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389