Fara í efni  

Fréttir

Örorka á Norðurlandi eystra, rannsókn styrkt úr Byggðarannsóknasjóði

Nýverið lauk RHA rannsókn sinni á örorku á Norðurlandi eystra, sem styrkt var úr Byggðarannsóknasjóði árið 2020. Höfundar skýrslunnar eru þau Rannveig Gústafsdóttir og Hjalti Jóhannesson.

Markmið verkefnisins var að kortleggja umfang og þróun örorku á Norðurlandi eystra og leita eftir tengslum við aðra samfélagsþætti. Niðurstöður sýndu það sama og fyrri rannsóknir, að þegar aukning verður á atvinnuleysi þá verður í kjölfarið fjölgun á meðal nýskráðra örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Jafnframt er fjölgunin meiri meðal kvenna heldur en karla.

  • Helstu niðurstöður eru m.a. að sveiflur hafa verið í nýskráðum tilfellum einstaklinga sem metnir eru til 75% örorku á Norðurlandi eystra frá aldamótum. Tilfellum hefur almennt farið fækkandi frá 2010.
  • Sjaldgæft er að einstaklingar sem hafa 75% örorkumat leiti sér aðstoðar og fari í endurhæfingu en það kemur þó fyrir og eru dæmi um að þeir fari aftur inn á vinnumarkaðinn.
  • Mikil fjölgun hefur verið meðal nýskráðra einstaklinga sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá aldamótum. Ástæðan er rakin til stofnunar Virk starfsendurhæfingarsjóðs árið 2008 og setningu laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða á árinu 2012.
  • Flestir sem þiggja þjónustu fagaðila og hafa örorku- eða endurhæfingarmat eru konur. Konur eru í meirihluta yfir nýskráð tilfelli örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.
  • Helstu ástæður sem liggja til grundvallar greiningu á örorku- og endurhæfingarmati eru andleg veikindi. Undanfarin ár hefur orðið veruleg aukning meðal tilfella um kulnun í starfi.
  • Samkvæmt fagaðilum eykst kvíði og depurð einstaklings því lengur sem sá hinn sami er atvinnulaus og tekur endurhæfingin hans lengri tíma.
  • Einstaklingar sem hafa fengið 75% örorkumat tilheyra helst eldri aldurshópunum. Undantekningar eru samt sem áður á því og hefur verið nokkur fjölgun nýskráðra tilfella meðal yngri aldurshópa árin 2016 og 2018.
  • Það er algengara að einstaklingar í yngri aldurshópum þiggi endurhæfingarlífeyri frekar en þeir sem eldri eru.  
  • Það tekur ungan einstakling oft á tíðum lengri tíma en eldri að jafna sig eftir að hafa farið út af vinnumarkaðinum eða hætt í námi vegna veikinda, samkvæmt fagaðilum.
  • Fagaðilar óttast fjölgun meðal nýskráðra tilfella örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í kjölfar aukningu atvinnuleysis vegna Covid-19.

Skýrsluna má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389