Fara í efni  

Fréttir

Örlygur Kristfinnsson hlýtur Landstólpann árið 2012

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði  í dag var Örlygi Kristfinnssyni forstöðumanni Síldarminjasafnsins á Siglufirði afhentur Landstólpinn árið 2012. 

Auglýst var eftir tilnefningum bæði í blöðum og á heimasíðunni. Dómnefnd valdi síðan úr, því hér var ekki um kosningu að ræða, eins og tekið var fram í auglýsingunni. Hins vegar voru tekin fram nokkur atriði sem vert væri að hafa í huga við val á viðurkenningarhafa, en þau voru:

Hefur verkefnið/starfsemin/umfjöllunin:

  • Dregið fram jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði?
  • Aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu?
  • Orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til?
  • Dregið að gesti?

Ákveðið var að viðurkenningin yrði listmunur sem listafólk eða handverksfólk á því svæði þar sem fundurinn er haldinn hverju sinni hannar. Þar sem fundurinn er að þessu sinni haldinn á Sauðárkróki var ákveðið að finna skagfirskan listamann til að hanna grip. Sá heitir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og er myndlistamaður, myndlistakennari og sjálfstætt starfandi ljósa- og sviðshönnuður, búsettur á Sauðárkróki. Hann er menntaður myndhöggvari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1994 og er einnig menntaður rafvirki frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og kennari frá Háskólanum á Akureyri. 

Ábendingar bárust víðsvegar að af landinu og alls voru 13 aðilar tilnefndir og sumir fengu fleiri en eina tilnefningu. Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita Örlygi Kristfinnssyni forstöðumanni Síldarminjasafnsins á Siglufirði Landstólpann árið 2012. 

Dómnefnd telur að Örlygur hafi með störfum sínum undanfarin ár vakið athygli á Siglufirði á jákvæðan hátt. Segja má að árangurinn sem náðst hefur á Siglufirði byggi að miklu leyti á því frumkvöðlastarfi sem Örlygur hefur unnið gegnum tíðina.  Hann er einn af frumkvöðlunum að Síldarminjasafni Íslands, sem hefur hlotið viðurkenningar bæði  innanlands og erlendis.  Örlygur  hefur einnig staðið að uppbyggingu Herhússins og þeirri starfssemi sem þar fer fram.   Örlygur hefur verið ötull í að gera upp gömul hús á Siglufirði sem hafa breytt ásýnd bæjarins verulega.   Þau verkefni sem Örlygur hefur komið að á Siglufirði hafa breytt ásýnd og ímynd staðarins.  Hann hefur virkjað heimafólk til þátttöku í verkefnunum áhugi hans á gömlum húsum hefur smitað út frá sér og má sjá það á fjölda gamalla uppgerðra húsa á Siglufirði. Örlygur er  frumkvöðull í menningarferðaþjónustu á Siglufirði.  Fleiri hafa komið í kjölfarið,  s.s.  Þjóðlagasetrið, Herhúsið, Rauðka, Þjóðlagahátíð, Síldardagar og fl. Frá því að uppbyggingin Síldarminjasafnsins hófst hefur fjöldi gesta komið á Siglufjörð.  Eftir að Héðinsfjarðagöngin voru opnuð fjölgaði gestum Síldarminjasafnsins verulega, frá tæplega 12 þús. gestum árið 2010 í 20 þúsund árið 2011.  Því er ljóst að safnið hefur veruleg áhrif á samfélagið. Í nýrri rannsókn um áhrif atvinnuuppbyggingar á sviði menningar og lista kemur fram að uppbyggingin á Siglufirði hefur haft áhrif á samfélagið.  Jákvæð ímynd, sterkari sjálfsmynd íbúa, meiri jákvæðni í samfélaginu eru atriði sem nefnd eru.  Þetta hefur síðan áhrif á aðdráttarafl samfélagsins, bæði til búsetu og heimsóknar. Efnahagsleg áhrif eru af uppbyggingunni. 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389