Fara í efni  

Fréttir

Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2020

Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2020
Skjáskot úr nýútkomnu mælaborði um orkukostnað.

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350 m3. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila m.v. gjaldskrár 1. september 2020. Auk staðanna sem miðað var við síðustu ár hafa 22 nýir staðir bæst við og ná tölur fyrir þá alla aftur til 2014. Samhliða skýrslunni kemur jafnframt út mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í þéttbýli á korti og súluritum.

Raforka
Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Mosfellsbæ, í Reykjavík, Kópavogi, austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi og á Akranesi, um 79 þ.kr. Hæsta gjald í þéttbýli er um 92 þ.kr. hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð eru áberandi hærri í dreifbýli, eða um 121 þ.kr. Lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli.

Húshitun
Þegar kemur að húshitunarkostnaði viðmiðunareignar er munurinn á milli svæða mun meiri en á raforkuverði. Lægsta mögulega verð er hæst 191 þ.kr. á stöðum þar sem þarf að notast við beina rafhitun, meðal annars á Grundarfirði, á Hólmavík, á Neskaupstað, á Reyðarfirði, í Vík og á Vopnafirði auk dreifbýlis á svæðum RARIK og Orkubús Vestfjarða. Með varmadælu er þó áætlað að hann geti lækkað í um 96 þ.kr. fyrir viðmiðunareign, eða um 50%. Lægsti húshitunarkostnaðurinn er á Flúðum og Seltjarnarnesi um 66 þ.kr. og í Brautarholti á Skeiðum um 53 þ.kr. og á þessum stöðum er því húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur.

Heildarorkukostnaður
Ef horft er til lægsta mögulega heildarorkukostnaðar fyrir viðmiðunareignina þá er hann, líkt og undanfarin ár, hæstur í dreifbýli þar sem ekki er hitaveita 312 þ.kr. Heildarkostnaður í þéttbýli er hæstur 284 þ.kr. á Hólmavík og öðrum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum með beina rafhitun og þar næst 279 þ.kr. á þéttbýlisstöðum annars staðar á landinu þar sem er rafhitun, þ.m.t. í Grundarfirði, á Neskaupstað, á Reyðarfirði og á Vopnafirði. Lægsti heildarorkukostnaður landsins er á Seltjarnarnesi 145 þ.kr. en þar næst á Flúðum 155 þ.kr. og í Mosfellsbæ 160 þ.kr.

Nánari upplýsingar má sjá í meðfylgjandi skýrslu.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389