Fréttir
Opnun Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal
Almennt
9 maí, 2007
Laugardaginn 28. apríl sl. tók Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal formlega til starfa. Helstu eigendur hennar eru
Celtic Sea Minerals á Írlandi og Björgun ehf. í Reykjavík. Byggðastofnun kom að fjármögnun verksmiðjunnar á
Bíldudal. Hráefni til vinnslunnar, kalkþörungum, verður dælt úr Arnarfirði , allt að 82.500 m3 á ári. Því verður
landað á Bíldudal þar sem unnið er úr efninu og því pakkað til útflutnings. Varan verður einkum seld á
bandaríkjamarkað.
Meðal þess sem vörur verksmiðjunnar verða notaðar til er í dýrafóður til að draga úr sýrustigi í meltingafærum jórturdýra, undir varphænur til að draga úr áhrifum ammoníaks, til afsýringar í skólpdælustöðvum ofl. Einnig framleiðir íslenska verksmiðjan kalkþörungaduft sem er notað sem bætiefni í fæðuefni til manneldis og til lyfjagerðar.
Celtic Sea Mineral rekur aðra minni verksmiðju sömu gerðar á Írlandi, en hráefni til hennar er á þrotum.
Rannsóknir sýna að kalkþörungasetið í firðinum nemur a.m.k. 21 milljón rúmmetra. Starfsleyfi hefur verið veitt til fimmtíu ára, og er talið að á þeim tíma náist upp um tíundi hluti kalkþörunganna. Reiknað er með að afkastageta verksmiðjunnar verði um 40.000 tonn á ári en gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði hún um 8.000 tonn á ári og verði aukin í fulla getu í nokkrum áföngum. Standa vonir til þess að með verksmiðjunni skapist tíu til fimmtán framtíðarstörf og um fimm í viðbót sem afleiðing af rekstrinum.
Það er mat Byggðastofnunar að hér sé um að ræða sérlega glæsilegt og metnaðarfullt nýsköpunarverkefni í atvinnulífi á Vestfjörðum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember