Fréttir
Opið fyrir umsóknir í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar
Opið er fyrir umsóknir í öðru kalli Norðurslóðaáætlunarinnar frá 5. október – 5. desember 2022 á öllum þremur forgangssviðum áætlunarinnar. Sérstök athygli er vakin á forgangssviði 3 sem er að Styrkja stofnanagetu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að nýta sér samstarfsverkefni.
Tilgangur verkefna sem falla undir þetta forgangssvið er að auðvelda nýjum aðilum þátttöku í áætluninni með minni verkefnum en þeim sem falla undir forgangssvið 1 og 2. Sérstök áhersla er á að vinna með hópum sem kunna að búa við skerta stöðu (e. underrepresented), s.s. ungu fólki sem er sérstakur markhópur núna á Evrópuári unga fólksins 2022. Heildarkostnaður verkefna á þessu sviði er að hámarki 200 þús. evrur eða um 28 mkr. og verkefnistíminn 18 mánuðir.
Um verkefni á forgangssviðum 1 og 2 gilda sömu viðmið og áður, þ.e. að heildarverkefniskostnaður fari ekki yfir 1,5 m. evra og verkefnistíminn er þrjú ár. Sérstök athygli er vakin á því að hámark er á kostnaðarhlutdeild íslenskra þátttakenda í verkefnum, 200 þús. evrur í hverju verkefni. Styrkhlutfall verkefna á öllum forgangssviðum er 65%.
Þann 19. október verður vefnámskeið um umsóknarferlið og eru áhugasöm hvött til að skrá sig á það. Í framhaldinu, 20. og 21. okt. verður svo boðið upp á einstaklingsfundi með ráðgjöfum á skrifstofu áætlunarinnar.
Frekari upplýsingar um kallið og skilmála þess er að finna á sérstöku vefsvæði og allar upplýsingar um áætlunin í heild sinni eru svo á vefsvæði hennar. Þá eru öll áhugasöm hvött til að hafa samband við landstengilið áætlunarinnar, Reinhard Reynisson í síma 455-5400 eða netfangið reinhard@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember