Fréttir
Öll vötn til Dýrafjarðar – verkefnisáætlun lögð fyrir íbúafund
Á íbúafundi á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 4. desember sl. voru lögð fram drög að verkefnisáætlun til umræðu og óskað heimildar íbúafundar til að fullvinna verkefnisáætlunina á þeim grunni. Verkefnisstjóri, í samstarfi við stjórn verkefnisins, hefur nú unnið úr ábendingum frá íbúum og verkefnisstjórn samþykkt og gefið út áætlun fyrir verkefnið sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila.
Á íbúafundinum urðu líflegar umræður í hópum um meginmarkmið áætlunarinnar og tengd starfsmarkmið og aðgerðir. Meginmarkmiðin eru þessi:
- Fjölskylduvænt samfélag
- Skapandi samfélag
- Umhverfisvæn útivistarparadís
- Framúrskarandi útvörður Ísafjarðarbæjar
Þeim er ætlað að endurspegla áherslur verkefnisins og sérstöðu Þingeyrar og nærsveita.
Agnes Arnardóttir, verkefnisstjóri, mun nú hefjast handa af fullum krafti við að aðstoða íbúana og aðra ábyrgðaraðila einstakra verkefna við að fylgja eftir markmiðum áætlunarinnar. Eitt af fyrstu viðfangsefnunum var að auglýsa eftir umsóknum um styrki til frumkvæðisverkefna af fjárheimild til Dýrafjarðarverkefnisins á árinu 2018. Það verður mjög fróðlegt og spennandi fyrir verkefnisstjórn að sjá hvaða hugmyndir birtast í umsóknum á næstu vikum.
Sjá verkefnisáætlun hér: https://www.byggdastofnun.is/static/files/Brothaettar_byggdir/Thingeyri/framtidarsyn-oll-votn-til-dyrafjardar-thingeyri2.pdf
Sjá auglýsingu um styrki hér: http://vestfirdir.is/frettir/Oll_votn_til_Dyrafjardar_2/
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember