Fara í efni  

Fréttir

Öll vötn til Dýrafjarðar – Náttúrufegurð og kraftur einkenna stemningu á Þingeyri

Öll vötn til Dýrafjarðar – Náttúrufegurð og kraftur einkenna stemningu á Þingeyri
Ljósmyndir: Kristján Þ. Halldórsson

Stjórn verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar (Brothættra byggða) kom saman til fundar í blíðskaparveðri mánudaginn 14. sept. sl. í Blábankanum á Þingeyri eftir langa lotu fjarfunda vegna Covid-19. Agnes Arnardóttir verkefnisstjóri greindi verkefnisstjórn frá stöðu styrktra verkefna allt frá því að verkefnið hóf göngu sína árið 2018.  Fram kom að mikill hugur væri í íbúum á svæðinu og góð framvinda í verkefnum. Meirihluti þeirra er á áætlun en dæmi eru um að sótt hafi verið um frestun verkefna vegna hamlandi aðstæðna sem upp hafa komið og haft áhrif á framgang þeirra, má í því sambandi nefna aðstæður í þjóðfélaginu vegna Covid19. Verkefnisstjóri hefur verið í töluverðum samskiptum við styrkhafa og íbúar hafa í auknum mæli leitað ráðgjafar og meðal annars þegið aðstoð við að sækja um styrki í aðra sjóði s.s. í Matvælasjóð, NORA og Uppbyggingarsjóð.

Á fundi verkefnisstjórnar var markmiðasetning og aðgerðaáætlun Allra vatna til Dýrafjarðar ígrunduð og rætt um framvindu verkefnisins, árangur þess og næstu skref. Ráðgert er að íbúafundur verði haldinn í nóvember nk. þar sem viðfangsefnið verður að fá íbúa til virkrar þátttöku í umræður um árangur verkefnisins fram að þessu og hver sýn þeirra er á brýnustu verkefnin á síðasta samningsárinu, það er 2021.

Verkefnisstjóri og verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar.
Á myndina vantar Línu Björgu Tryggvadóttur, Evu Pandoru Baldursdóttur, Láru Ósk Pétursdóttur og Kristján Þ. Halldórsson sem einnig eru í verkefnisstjórn.

Það býr kraftur í íbúum Þingeyrar og sjá má merki um grósku í samfélaginu. Áætlað er að ný Dýrafjarðargöng verði opnuð nú í október og verða þau án efa mikil samgöngubót fyrir byggðalagið. Um leið þarf að gæta að því að Þingeyri nái því markmiði sínu að verða fyrirmyndar útvörður í fjölkjarna sveitarfélagi (framúrskarandi útvörður Ísafjarðarbæjar) líkt og getið er um í stefnumótun verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar. Í því skyni má t.d. nefna að verið er að vinna að nýju áhugaverðu kennileiti fyrir Þingeyri, Tankinum, sem m.a. hlaut styrk úr Öndvegissjóði  Brothættra byggða. Áformað er að nýja kennileitið verði tilbúið til uppsetningar á árinu og vonir standa til að Tankurinn laði að ferðamenn til byggðalagsins. Hugmyndin er að skapa eins konar fólkvang þar sem íbúar, skólabörn og ferðalangar staldra við og upplifa fallegt og friðsælt samspil náttúru, byggðar, menningar og atvinnusögu staðarins. Þess má einnig geta að á Þingeyri er rafmagnsöryggi eins og best verður á kosið. Strengur hefur verið lagður í jörð í gegnum Dýrafjarðargöngin og rafmagn því komið í jörð beint frá Mjólkárvirkjun til Þingeyrar sem óneitanlega getur falið í sér ný tækifæri til atvinnusköpunar.

Á meðan á heimsókn fulltrúa í verkefnisstjórn stóð á Þingeyri mátti sjá kvikmyndargerðarfólk á vappi út um allan bæ en mikið líf og fjör hefur fylgt spennandi kvikmyndaverkefni á Þingeyri undanfarnar vikur. Heimamenn hafa lagt hönd á plóginn og lagt til búninga, leikara, húsnæði og tökustaði og greitt götu gestanna eins og þeim frekast er unnt. Það má því með sanni segja að sköpun, fjölbreytni, náttúrufegurð og kraftur hafi einkennt Þingeyri daginn sem verkefnisstjórn Brothættra byggða kom saman til fundar á Þingeyri.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389