Fréttir
Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi - Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi
Nú er lokið rannsókn Háskólans á Akureyri og Vörðu, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sem er eitt þeirra fjögurra verkefna sem hlaut styrkveitingu úr Byggðarannsóknasjóði vorið 2022. Skýrsla rannsóknarinnar ber heitið Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi. Niðurstöður spurningakönnunar meðal kvenna á Íslandi. Höfundar eru Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Kristín Heba Gísladóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Maya Staub.
Viðfangsefni rannsóknarinnar var að varpa ljósi á líðan kvenna á Íslandi eftir stöðu þeirra, búsetu, uppruna og stétt. Fram kemur í skýrslunni að stéttaskipting meðal kvenna hafi lítið verið rannsökuð, hvort heldur sem er á Íslandi eða annars staðar. Til mælinga í rannsókninni voru notaðir þrír af algengustu stéttavísunum: menntun, tekjur og efnahagsstétt.
Niðurstöður um líðan eftir búsetu sýna að algengi alvarlegra og mjög alvarlegra þunglyndiseinkenna minnkar eftir því sem íbúum á búsetusvæðinu fækkar en 7,8% kvenna í dreifbýli búa við alvarleg eða mjög alvarleg þunglyndiseinkenni á meðan það á við um 11,7% þeirra kvenna sem búa í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu.
Fram kemur að kvíði og streita er minni meðal kvenna sem búa í meðalstórum bæjum (ca. 1.000-5.000 íbúar) en 7,3% kvenna í meðalstórum bæjum býr við alvarleg eða mjög alvarleg kvíðaeinkenni og 9,2% kvenna í meðalstórum bæjum búa við alvarleg eða mjög alvarleg streitueinkenni. Konur í dreifbýli (undir 1.000 íbúum) og konur sem búa í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu eru líklegastar til að búa við alvarleg eða mjög alvarleg kvíðaeinkenni en það gera 15,4% kvenna í dreifbýli og 14,4% kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Konur sem búa í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu eru í mestum mæli þær sem búa við alvarleg eða mjög alvarleg streitueinkenni, eða 17,1%.
Ef litið er til menntunar má sjá í niðurstöðunum að 84,9% háskólamenntaðra kvenna býr á höfuðborgarsvæðinu eða í stærri bæjum í landsbyggðunum. Konur með grunnskólapróf eru hins vegar líklegastar til þess að búa í meðalstórum bæjum eða dreifbýli. Hlutfallslega flestar konur með meðalhá og há laun búa jafnframt á höfuðborgarsvæðinu eða í stærri bæjum en það gera 85,8% kvenna með meðalhá laun og 84,7% kvenna með há laun.
Í samantekt á helstu niðurstöðum kemur fram að:
- Fjárhagsstaða kvenna er mismunandi eftir því hvaða stétt þær tilheyra.
- Traust til opinberrar þjónustu er ólíkt eftir menntun, tekjum og stétt.
- Byrði vegna umönnunar barna og heimilis er meiri meðal kenna með lág laun og grunnskólamenntun.
- Líkamleg heilsa er verst meðal kvenna með grunnskólapróf eða sambærilega menntun.
- Konur með lág laun meta hamingju sína minni en konur með hærri laun.
- Konur með háskólamenntun eru ólíklegastara til að vera með þunglyndis-, kvíða- og streitueinkenni.
- Hærra hlutfall kvenna með lág laun eru með lítið félagslegt bakland samanborið við konur með há laun.
Í skýrslunni er greint frá því að gagna hafi verið aflað á íslensku, ensku og pólsku með símakönnun þar sem spyrlar hringdu í konur á úrtakslista. Tilviljunarúrtak kvenna á aldrinum 25-64 ára var tekið úr þjóðskrá og félagslista Eflingar en gagnasöfnun fór fram fyrri hluta árs 2022. Svarhlutfallið var 37,2% (1251 svar).
Rannsóknarskýrslan í heild sinni: Ójöfnuður meðal kvenna í íslensku samfélagi.
Umfjöllun um skýrsluna er einnig að finna á heimasíðu Vörðu: Ójöfnuður meðal kvenna á Íslandi á sér margs konar birtingamyndir.
Byggðarannsóknarsjóður var settur á laggirnar 2014 og hefur verið veitt úr honum 41 styrkur, tíu ár í röð, alls tæpar 90 milljónir. Tilgangur sjóðsins er að efla byggðarannsóknir og bæta þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Byggðastofnun fer með umsýslu sjóðsins.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember