Fréttir
Nýsköpunarmiðstöð tekur til starfa
Starfsemi Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri hófst með formlegum hætti 6. desember 2002. Nýsköpunarmiðstöðin er hluti
af starfsemi Iðntæknistofnunar og starfar á Akureyri og í Reykjavík.
Nýsköpunarmiðstöðinni er ætlað að auka og efla nýsköpun og frumkvöðlastarf í landinu í samstarfi við aðra
stuðningsaðila atvinnulífsins. Þannig mun nýsköpunarmiðstöðin starfa í nánum tengslum við
atvinnuþróunarfélögin vítt og breitt um landið, með það að markmiði að þessir aðilar geti í sameiningu eflt
nýsköpun og frumkvöðlastarf, atvinnulífinu í heild til framdráttar.
Nýsköpunarmiðstöðin verður staðsett að Glerárgötu 34, Akureyri og að Keldnaholti, Reykjavík. Þrír starfsmenn hafa verið
ráðnir til starfa við miðstöðina á Akureyri, en þau eru: Björn Gíslason, sjávarútvegsfræðingur, sem annast mun
þjónustu við atvinnuþróunarfélög og kemur hann til starfa í byrjun janúar, Arnheiður Jóhannsdóttir,
markaðsfræðingur, sem vinnur að stuðningsverkefnum fyrir frumkvöðla og mun hún hefja störf um miðjan janúar 2003, og Sigurður
Steingrímsson, rekstrarfræðingur, sem vinnur að stuðningsverkefnum fyrir fyrirtæki. Áætlað er að strax á öðru starfsári
verði starfsmönnum fjölgað í fimm. Forstöðumaður nýsköpunarmiðstöðvarinnar er Berglind Hallgrímsdóttir, en einn af
starfsmönnunum á Akureyri verður staðgengill hennar.
Viðbót við atvinnuþróunarstarf í landinu
Stofnun nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er að tillögu starfshóps sem Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, skipaði á miðju þessu ári. Í hópnum áttu sæti þau Valur Knútsson, stjórnarformaður
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við rekstrar- og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri,
Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar og Berglind Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Impru.. Hópurinn
skilaði ráðherra tillögum sínum í októbermánuði og er þar lögð mikil áhersla á að
nýsköpunarmiðstöðin á Akureyri verði viðbót við það starf sem unnið er á þessu sviði í landinu.
Sérstaklega verði horft til atvinnuþróunarfélaganna og að samstarf við þau verði náið og árangursríkt.
Nýr vettvangur fyrir frumkvöðla, fyrirtæki og atvinnuþróunarfélög
Verkefni nýsköpunarmiðstöðvarinnar má skipta í eftirtalin svið:
· Stuðningsverkefni fyrir frumkvöðla
· Stuðningsverkefni fyrirtækja
· Þjónusta við atvinnuþróunarfélög
Mótuð hefur verið stefna um verkefnauppbygginu nýsköpunarmiðstöðvarinnar og er ætlunin að á fyrsta árinu vinni hún m.a. að
gagnvirkri handleiðslu á internetinu, standi fyrir samstarfi um frumkvöðlaskóla, vinni að nýsköpunarverkefnum í starfandi fyrirtækjum, veiti
leiðbeiningar í vöruþróunarverkefnum og virðisstjórnun innan fyrirtækja og vinni að auknu netsamstarfi fyrirtækja.
Í ljósi þeirrar samvinnu sem ætlað er að verði við atvinnuþróunarstarf í landinu er gert ráð fyrir að
atvinnuþróunarfélög geti orðið samstarfsaðilar í einstökum verkefnum nýsköpunarmiðstöðvarinnar og geri aðilarnir
sérstaka samninga um slík verkefni. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir að hlutur Nýsköpunarmiðstöðvarinnar fari ekki yfir 50%
heildarkostnaðar við hvert verkefni.
Vegna nálægðar sinnar við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Frumkvöðlasetur Norðurlands ehf. verður lögð áhersla
á að nýsköpunarmiðstöðin eigi samstarf við þessa aðila til að tryggja sem bestan ávinning af staðsetningu starfseminnar á
Akureyri. Við undirbúning og skipulag nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er horft til uppbyggingar og starfsemi Impru.
Nýsköpunarmiðstöðin mun hafa breiðan og góðan bakhjarl af annarri starfsemi Iðntæknistofnunar eins og á sviði matvæla,
efnistækni, umhverfismála og fræðslu. Við verkefnauppbyggingu verður líka haft náið samstarf við Nýsköpunarsjóð
atvinnulífsins, en Impra hefur unnið í nánu samstarfi við sjóðinn frá stofnun. Áhersla verður lögð á að efna til
samstarfs við þekkingarstofnanir víða um land í því skyni efna til samstarfsverkefna og efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
82 milljónir til stuðningsverkefna á fyrsta starfsári
Áætlaður heildarkostnaður á fyrsta starfsári nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri nemur um 107.000.000 kr. Þar af verður
82.000.000 kr. króna veitt til stuðningsverkefna. Ljóst er því að með stofnun Impru nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri er aukið
bæði við faglegan stuðning við nýsköpunarstarf í landinu og fjárhagslegan.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember