Fara í efni  

Fréttir

Nýr starfsmaður á þróunarsvið Byggðastofnunar

Nýr starfsmaður á þróunarsvið Byggðastofnunar
Eva Pandora

Eva Pandora Baldursdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar.  Starfið var auglýst Í október síðast liðnum og bárust alls 29 umsóknir, 10 frá konum og 19 frá körlum.   Eva er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.  Hún er að ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og er langt komin með MA nám í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.  Þá hefur hún einnig lokið starfsnámi hjá Höfuðborgarstofu í viðburðastjórnun.

Eva Pandora hefur þrátt fyrir ungan aldur fjölbreytta starfsreynslu.  Hún sat á Alþingi fyrir Pírata fyrir Norðvestur kjördæmi 2016-2017 og átti þar sæti í atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd.  Þar áður starfaði hún m.a. hjá Iceland Travel þar sem hún bar ábyrgð á móttöku erlendra ferðamannahópa frá föstum viðskiptavinum.  Hún hefur einnig starfað við reikningsskil og endurskoðun hjá KPMG og Sveitarfélaginu Skagafirði.

Megin verkefni Evu verða við verkefnið brothættar byggðir auk umsjónar með landsskrifstofu Norræna Atlantssamstarfsins (NORA) sem er á hendi Byggðastofnunar.  Hún mun hefja störf 2. janúar nk.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389