Fara í efni  

Fréttir

Nýr forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Nýr forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar
Elín Gróa Karlsdóttir

Ákveðið hefur verið að ráða í starfið Elínu Gróu Karlsdóttur starfsmann fyrirtækjasviðs.  Elín Gróa hefur undanfarin ár starfað sem lánasérfræðingur á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar.  Elín er viðskiptafræðingur B.S frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á stjórnun og stefnumótun, diplómagráðu í hagnýtum jafnréttisfræðum frá Háskóla Íslands og er að ljúka mastersnámi í opinberri stjórnsýslu MPA frá Háskóla Íslands.  Elín hefur unnið á fyrirtækjasviði Byggðastofnunar frá árinu 2007, en starfaði þar áður hjá Reykjavíkurborg og Búnaðarbanka Íslands í 12 ár.

Helstu verkefni fyrirtækjasviðs eru að halda utan um og greina lánsumsóknir og gera í þeim tillögur um afgreiðslu til lánanefndar og stjórnar.  Fyrirtækjasvið annast útborgun lána og eftirfylgni á lánstímanum, auk aðstoðar og ráðgjafar til viðskiptavina stofnunarinnar auk ýmissa annarra verkefna í nánu samstarfi við þróunarsvið Byggðastofnunar. Forstöðumaður ber ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni þessara þátta, og hefur einnig umsjón með áhættumati útlánasafns og gerð tölfræðiupplýsinga sem því tengjast og vinnur að stefnumörkun fyrir starfsemi sviðsins í samráði við forstjóra og stjórn.  Þá er forstöðumaður fyrirtækjasviðs staðgengill forstjóra.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389