Fréttir
Nýir samningar um Aflamark Byggðastofnunar á sunnanverðum Vestfjörðum og Þingeyri
Á dögunum voru undirritaðir nýir samningar til sex ára um aukna byggðafestu á sunnanverðum Vestfjörðum, en þar er annars vegar um að ræða samstarf útgerðar- og vinnsluaðila á Tálknafirði og Patreksfirði um nýtingu aflamarks stofnunarinnar, og hinsvegar Þingeyri. Vinnslur samningsaðila á Patreksfirði og Þingeyri voru skoðaðar og farið yfir starfsemina og þær áskoranir og tækifæri sem í samstarfinu liggja.
Samningar auka fyrirsjáanleika og festu
Skjöldur Pálmason framkvæmdarstjóri Odda hf. Patreksfirði segir rétt að nefna mikilvægi þess að samningurinn er til sex ára sem eykur fyrirsjáanleika og festu. Með því móti tekst að vinna að betri langtímaáætlunum og auka festu í rekstrinum. Fjárfestingar í tæknibúnaði og þekkingu verða einfaldari og gerðar af meira öryggi. Skjöldur segir útgerðina einnig styrkjast við þetta og auka tekjumöguleika sjómanna. „Þá hefur aukið aflamark tryggt lengri vinnslutíma í landframleiðslu og styttist sá hluti ársins þar sem glímt er við hráefnisskort og hátt hráefnisverð. Íbúaþróun á svæðinu hefur verið jákvæð í mörg ár og þó að öflugt laxeldi hafi haft þar mikil áhrif, hefur stöðugleiki í bolfiskveiðum og vinnslu haft sitt að segja. Jafnframt er atvinnulífið að verða fjölbreyttara. Mikilvægur hluti þess er að atvinnuþátttaka frá Tálknafirði hefur haldið áfram og þannig komið í veg fyrir fólksflótta í framhaldi af samdrætti í útgerð þar. Þetta hefur tryggt meiri útsvarstekjur og hafnartekjur í Tálknafirði og styrkt það sveitarfélag. Við höfum tekið þátt í flutningi starfsmanna á milli fjarða sem og flutningi og afgreiðslu hráefnis. Allt þetta tryggir öflugra atvinnulíf og öruggari lífsafkomu. Styrkur öflugs atvinnulífs hefur kallað á eftirspurn eftir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og verð á fasteignum hefur hækkað verulega á síðastliðnum árum. Sterkara atvinnulíf leiðir svo út í samfélagið aukinn styrk og má greina að félagasamtök og íþróttasamtök njóta góðs á mörgum sviðum, s.s. í gegnum fjárstyrki og annan stuðning.“ Skjöldur segir einnig að þegar afhent eru verðmæti eins og Aflamark Byggðastofnunar fylgi því ábyrgð og stjórnendur fyrirtækisins séu vel meðvitaðir um að það eigi að fara vel með þau verðmæti og nýta sem best fyrir samfélagið sem það er ætlað að styrkja. „ Byggðakvóta er ætlað að tryggja byggðir og með það í huga verður áfram haldið að vinna á sömu braut. Með samning um byggðakvóta tekst einnig að vinna á móti verulegum samdrætti í þorskkvóta en hann hefur minnkað um 35% frá árinu 2018.“
Frá undirritun á Patreksfirði. Frá vinstri: Skjöldur Pálmason Odda hf., Guðlaug Björnsdóttir BA-337 ehf, Jón Ingi Jónsson Garraútgerðinni ehf. og Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar.
Tryggir reksturinn til lengri tíma litið
Rúnar Björgvinsson framkvæmdarstjóri Íslensks sjávarfangs ehf. segir samning um Aflamark Byggðastofnunar grundvöll þess að hægt sé að halda uppi heilsárs vinnslu í frystihúsinu á Þingeyri. Samningar til 6 ára í senn hafa tryggt það að hægt sé að ráðast í kostnaðarsamar fjárfestingar í tækjabúnaði sem tryggir reksturinn til lengri tíma litið. „Íslenskt sjávarfang hefur rekið frystihúsið á Þingeyri síðastliðin 9 ár og hefur starfsmannafjöldi verið 25-35 manns lengst af og enginn dagur fallið niður í vinnslu. Þetta skiptir sköpum fyrir lítið samfélag eins og Þingeyri enda er frystihúsið stærsti vinnustaðurinn þar. Þetta hefði ekki verið hægt án Aflamarks Byggðastofnunar og samningum við útgerðir sem tryggja hráefni til vinnslunnar.“
Frá undirritun á Þingeyri. Frá vinstri Reinhard Reynisson, Stefán Egilsson, Arnar Már Elíasson, Viktor Pálsson, Ragnar Örn Þórðarson og Hermann Úlfarsson.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember