Fara í efni  

Fréttir

Nýir samningar Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna

Um síðustu áramót leystu nýir samningar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um starfsemi félaganna af hólmi eldri samninga um starfsemi félaganna.

Helstu breytingar í nýju samningunum varða styrki til sérstakra verkefna félaganna sem nú verða veittir úr einum sameiginlegum samkeppnissjóði, að markmið stefnumarkandi byggðaáætlunar Alþingis munu gilda fyrir félögin og að mat félaganna á starfi og starfsárangri verður eflt.

Ljóst er að mörg atvinnuþróunarfélög hafa verið að skila góðum verkum og áhrifum á starfssvæðum sínum en þennan árangur hefur þó reynst erfitt að mæla og meta á einsleitan hátt og þar af leiðandi hefur líka reynst erfitt að lýsa honum á einfaldan hátt og því lagði Byggðastofnun mikla áherslu á starfmatið við gerð nýju samninganna og aðild stofnunarinnar að því. Í nýju samningunum er lögð áhersla á nýsköpun sem raunar hefur verið snar þáttur í verkefnavinnu atvinnuþróunarfélaganna, í mörgum tilvikum í samstarfi við erlenda aðila, einkum á sviði ferðamála. Með einum samkeppnissjóði er þess vænst að félögin muni leggja enn meiri áherslu á starf við vandlega valin og vænleg nýsköpunarvekefni. Á heimasíðu Byggðastofnunar, undir innlent samstarf, má finna slóð á heimasíður atvinnuþróunarfélaganna.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389