Fara í efni  

Fréttir

Ný gögn um íbúafjölda í mælaborðum Byggðastofnunar

Ný gögn um íbúafjölda í mælaborðum Byggðastofnunar
Úr mælaborði Byggðastofnunar

Hagstofa Íslands gaf í síðustu viku út ný gögn um íbúafjölda á Íslandi. Þann 1. janúar 2024 voru íbúar landsins 383.726, þar af voru erlendir íbúar 63.528. Búið er að uppfæra mælaborð Byggðastofnunar um íbúafjölda sveitarfélaga og byggðakjarna og um íbúa svæða eftir ríkisfangi með þessum nýju gögnum.

Í mælaborðunum má sjá að 365.256 (95%) búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en 139.549 (36%) utan höfuðborgarsvæðis. Hæst hlutfall erlendra íbúa er áfram í Mýrdalshreppi (58%) og þar næst í Skaftárhreppi (37%) og Bláskógabyggð (34%). Meðalaldur erlendra ríkisborgara er 33,2 ár en íslenskra ríkisborgara 39,3 ár.

Mest hlutfallsleg fjölgun íbúa í einu sveitarfélagi á árinu 2023 var í Árneshreppi (13%), Sveitarfélaginu Vogum (12%) og Fljótsdalshreppi (12%). Í stærri sveitarfélögum var mest fjölgun í Sveitarfélaginu Árborg og Reykjanesbæ eða um 5%. Í Reykjanesbæ fjölgaði um 967 en í Árborg um 513 íbúa.

Hagstofan beitir nú nýrri aðferð við mat á íbúafjölda en hingað til hefur fjöldinn aðeins byggt á lögheimilisskráningum. Með gömlu aðferðinni væru íbúar landsins fleiri en 400.000, en Hagstofan skoðar líka skattagögn og nemendagögn til að sjá hvort skráðir íbúar séu í raun með búsetu hérlendis. Með þeirri aðferð eru landsmenn um 15 þúsundum færri en lögheimilisskráningar gefa til kynna.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389