Fara í efni  

Fréttir

Ný byggðarlög í verkefninu „Brothættar byggðir“

Ný byggðarlög í verkefninu „Brothættar byggðir“
Grímsey

Nýverið samþykkti stjórn Byggðastofnunar á fundi sínum að taka þrjú byggðarlög inn í verkefnið um framtíð brothættra byggða. Þau byggðarlög eru annars vegar Kópasker og nágrenni, sem tilheyrir Norðurþingi, hins vegar eyjarnar Grímsey og Hrísey sem tilheyra Akureyrarkaupstað.

Vorið 2014 var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu um framtíð brothættra byggða. Alls bárust umsóknir frá níu sveitarfélögum fyrir tólf svæði. Fyrir eru í verkefninu byggðarlögin Raufarhöfn, Breiðdalshreppur, Skaftárhreppur og Bíldudalur.

Sé horft á stöðuna eftir landshlutum er þátttaka og umsóknir eftirfarandi:

  • Vesturland: Dalabyggð.
  • Vestfirðir: Bíldudalur (með frá 2013), Árneshreppur,  Flateyri, Þingeyri, Suðureyri, og Strandabyggð.
  • Norðurland vestra: Hofsós.
  • Norðurland eystra: Raufarhöfn (með frá 2012), Grímsey, HríseyogKópasker.
  • Austurland: Breiðdalshreppur (með frá 2013), Djúpavogshreppur  og Stöðvarfjörður.  
  • Suðurland: Skaftárhreppur (með frá 2013).

Afgreiðsla umsókna hefur tekið lengri tíma en æskilegt hefði verið og skýrist það einkum af endurskoðun á verklagi og úttekt á verkefninu í heild, enda um þróunarverkefni að ræða. Niðurstaða þeirrar vinnu er að óráðlegt sé að dreifa fjármunum til verkefnisins og kröftum þeirra sem að verkefninu koma of víða ef árangur á að nást.  Réttara sé að hafa verkefnin ekki of mörg þannig að slagkraftur verði sem mestur í hverju byggðarlagi og því var niðurstaðan sú að ganga til samstarfs í þremur byggðarlögum að sinni.  Áður nefnd byggðarlög voru valin á grundvelli þess að staða þeirra þykir hvað veikust af umsóknarbyggðarlögum ef tekið er mið af lýðfræðilegum þáttum, atvinnusóknarsvæðum og stöðu í atvinnulífi meðal annars.

Þar sem verkefnið getur staðið nokkur ár í hverju tilviki er ólíklegt að unnt verði að ganga til samstarfs í fleiri byggðarlögum á árunum 2015-2016 en á árinu 2016 verður framhaldið metið út frá m.a. árangri verkefna og þeim fjármunum sem til verkefnisins eru ætlaðir á fjárlögum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389