Fara í efni  

Fréttir

Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum um styrki

Norðurslóðaáætlunin 2014-2020 styrkir verkefni á fjórum áherslusviðum:

  1. Verkefni sem  stuðla að nýsköpun sem styrkir samkeppnishæfni samfélaga.
  2. Verkni sem  efla frumkvöðlastarfsemi og nýta þá mögleika sem felast í styrkleikum og samkeppnisforskoti áætlunarsvæðisins.
  3. Verkefni sem hlúa að orkuöryggi með því að hvetja til orkusparnaðar og notkun  endurnýjanlegrar orku.
  4. Verkefni sem vernda, þróa og koma á framfæri menningarlegri og náttúrulegri arfleið.

Hámarksstærð verkefna er 2 milljónir evra og er styrkur er háður a.m.k. 40% mótframlagi umsóknaraðila, en styrkur til fyrirtækja er háður 50% mótframlagi.  Mikilvægt er að verkefnin skili af sér afurð, vöru og/eða þjónustu sem er til þess fallin að bæta atvinnulíf, búsetu og/eða auka öryggi íbúa á norðurslóðum.

Þátttakendur geta m.a. verið fyrirtæki, sveitarfélög, ríkistofnanir, atvinnuþróunarfélög, mennta- og rannsóknarstofnanir og frjáls félagasamtök.

Þátttakendur verða að vera a.m.k. þrír og þar af einn frá Evrópusambandslandi. Samstarfslöndin auk Íslands eru Finnland, Svíþjóð, Skotland, Írland, Norður-Írland, Noregur, Grænland og Færeyjar.

Frestur til að skila umsóknum er til 24. nóvember 2014.

Nánari upplýsingar um áherslur, umsóknareyðublöð og leiðbeiningar eru að finna á heimasíðu Norðurslóðaáætlunarinnar www.interreg-npa.eu

Nánari upplýsingar veitir tengiliður áætlunar Sigríður Elín Þórðardóttir í síma 4555400 eða með tölvupósti sigridur@byggdastofnun.is

Tengiliður veitir ráðgjöf og upplýsingar og aðstoðar við að finna samstarfsaðila á Íslandi og í samstarfslöndunum. 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389