Fara í efni  

Fréttir

NORA veitir 34 milljónir króna í styrki.

NORA veitir 34 milljónir króna í styrki til nýrra samstarfsverkefna á Norður- Atlantssvæðinu


Norræna Atlantsnefndin, NORA, veitti verkefnastyrki að upphæð um 34 milljónir íslenskra króna í desember síðastliðnum, sem var síðari styrkjaúthlutun árið 2007. Styrkt eru 12 verkefni á sviði auðlinda sjávar, upplýsingatækni og svæðasamvinnu. Ekkert ferðaþjónustuverkefni hlaut styrk að þessu sinni.

Þátttakendur í verkefnunum eru frá tíu löndum, þótt meirihluti þeirra sé frá NORA-löndunum fjórum, Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Noregi.  

Þátttaka Íslendinga í NORA-verkefnum hefur jafnan verið góð. Að þessu sinni eru Íslendingar þátttakendur í 9 verkefnum af 12. Tvö af þessum níu verkefnum eru á sviði auðlinda sjávar, tvö í upplýsingatækni, tvö á sviði samgangna og þrjú á sviði svæðasamvinnu.

Með styrkveitingunum vill NORA leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantssvæðinu. Það er gert með því að styrkja þróunarverkefni, efla samstarf og þekkingaryfirfærslu innan ferðaþjónustu, auðlinda sjávar, samgangna, þróunar atvinnulífs og samfélags. Áhersla er lögð á nýsköpun, sjálfbærni og umhverfismál.

 Frekari upplýsingar fást hjá  Sigríði K. Þorgrímsdóttur, Byggðastofnun, s. 455 5400,

 netfang:  sigga@byggdastofnun.is

Ný verkefni með íslenskri þátttöku:

  • Fjallableikja, Akvaplan-Niva, Hólaskóli o.fl.
  • Upplýsingatækni og fatlaðir, Félagsmálaráðuneytið
  • Hreint haf, Umhverfisstofnun
  • Samstarf lítilla alþjóðaflugvalla, Keflavíkurflugvöllur
  • Northport, Eimskip ehf.
  • Heimildaþáttagerð fyrir útvarp, Kvikmyndaskóli Íslands, RÚV
  • Strandsamfélög og kynferði, Háskóli Íslands
  • Nýsköpunarsamstarfsnet á vestnorræna svæðinu, Frumkvöðlasetur Austurlands 

Framhaldsstyrkur, verkefni með íslenskri þátttöku:

  • Beitukóngur, Vör, Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð, Sægarpur o.fl. 

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389