Fara í efni  

Fréttir

NORA veitir 35 milljónum króna í styrki til nýrra samstarfsverkefna á Norður-Atlantssvæðinu

Á ársfundi Norrænu Atlantsnefndarinnar, NORA, á Lofoten dagana 4.-6. júní sl. voru veittir verkefnastyrkir að upphæð um 35 milljónir íslenskra króna og er það fyrrri styrkjaúthlutun árið 2007. Ákveðið var að styrkja 23 verkefni á sviði auðlinda sjávar, ferðaþjónustu, upplýsingatækni og uppbyggingu í fámennum strandhéruðum. Síðari umsóknarfrestur þessa árs verður auglýstur með haustinu.

Þátttakendur í verkefnunum eru frá níu löndum, þótt meirihluti þeirra sé frá NORA-löndunum. Flest verkefna eru á sviði auðlinda sjávar eða 10 talsins.

Íslendingar eru þátttakendur í 17 verkefnum af 23, þar af eru fjögur verkefni sem fá framhaldsstyrk. Átta af þessum 17 verkefnum eru á sviði auðlinda sjávar, fimm snerta strandsamfélög, þrjú eru innan ferðaþjónustu og eitt í upplýsingatækni.

Með styrkveitingunum vill NORA leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantssvæðinu. Það er gert með því að styrkja þróunarverkefni, efla samstarf og þekkingaryfirfærslu innan ferðaþjónustu, auðlinda sjávar, samgangna, þróunar atvinnulífs og samfélags.

Frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu NORA

Jákup Sørensen, +298 353 111 eða 21 29 59   jakup@nora.fo

Ný verkefni með íslenskri þátttöku:

Náttúruverndarsvæði og nýsköpun, Háskóli Íslands, Höfn í Hornafirði

Sjálfbær sauðfjárrækt, Landbúnaðarháskólinn

Konur og strandsamfélög, Háskóli Íslands

Bátasmíði, varðveisla handverks, Síldarminjasafnið á Siglufirði

Æðardúnn, sjálfbær nýting, Bændasamtökin

Nýting hráefnis í þorskeldi, Matís og Gunnvör hf.

Rafræn aflaskráning, Hafrannsóknastofnun

Rannsókn á grálúðu, Stjörnu-Oddi

Sameldi fiskitegunda, Fiskey ehf.

Rafræn skráning í flutningi hráefnis, Leiðir ehf.

Ferðaþjónusta og dýralíf, Selasetrið á Hvammstanga

Sögulegir þingstaðir, Þingvellir

Kajakkinn og sagan, Vesturfarasetrið

 

Framhaldsstyrkur, verkefni með íslenskri þátttöku:

Markaður fyrir hrognkelsi, Landssamband smábátaeigenda

Þorskeldisgildrur, Vopnfiskur ehf., Háskóli Íslands, Vestmannaeyjum

Tilraunaverkefni um saltfiskvinnslu, Þorbjörn Fiskanes, Vísir hf., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389