Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir tólf verkefni

Á vetrarfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var í Kaupmannahöfn þann 6. desember s.l. var ákveðið að veita styrki til tólf verkefna í seinni úthlutun ársins 2024. Íslendingar taka þátt í níu verkefnanna. Fimm af þeim tólf verkefnum sem hlutu styrk eru framhaldsverkefni. Heildarupphæð styrkjanna er 3,36 milljónir danskra króna sem jafngildir ríflega 68 milljónum íslenskra króna. Alls bárust 20 umsóknir að þessu sinni.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:

  • New Everyday Seaweed Foods: Verkefnið miðar að því að þróa nýjar hversdags matvörur úr þangi og markaðssetja þær í matvöruverslanir. Markmið að stuðla að nýtingu þangs sem hollrar og sjálfbærrar fæðu. Verkefnið byggir á samstarfi þangframleiðenda og rótgróinna matvælaframleiðenda í Færeyjum, Íslandi og Noregi. Íslenskir þátttakendur eru Fine Food Íslandica, Hyndla ehf. og Matís.
  • Biobaseret innovation: Þróa á sjálfbærar vörur sem byggja á lífefnum frá landi og sjó, s.s. þangi og ull. Haldnar verða vinnustofur næstu þrjú ár í Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi og mun verkefnið styðja sprotafyrirtæki við að rannsaka og þróa nýjar virðiskeðjur í lífhagkerfi og hringrásarkerfi. Markmiðið að draga úr loftslagsáhrifum og notkun á plasti og virkja aðrar ónýttar og endurnýttar lífrænar auðlindir eins og ull og stórþörunga. KLAK Icelandic Startups er íslenskur þátttakandi.
  • Landbrugssamarbejde: Framhaldsverkefni með áherslu á samvinnu og tengsl landbúnaðar og náttúruverndar. Íslenskir þátttakendur, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Vatnajökulsþjóðgarður, leiða verkefnið. Markmið að efla þekkingar- og samstarfsnet með áherslu á sjálfbæran landbúnað, staðbundna menningu og hefðir. Verkefninu er ætlað að virkja bændur til þátttöku í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og minnkandi líffræðilegri fjölbreytni. Verkefnið byggir á HNV (High Nature Value Farming) sem er ESB verkefni með álíka markmið.
  • North Atlantic UNESCO trail II: Verkefnið hlaut styrk á síðasta ári. Framhaldið hefur það markmið að efla enn frekar samstarf UNESCO svæða og koma í framkvæmd tilmælum sem stuðla að sjálfbærri þróun, líffræðilegum fjölbreytileika og frumkvæði í loftslagsmálum. Einnig að auka skilning og þekkingu á starfi UNESCO á svæðinu og þróa tengslanet til að takast á við sameiginlegar áskoranir og hindranir. Íslenskir þátttakendur eru Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi.
  • Redefining tourism performance: Verkefni sem ætlað er að mynda umgjörð um mat á frammistöðu ferðaþjónustu og miðar að því að þróa og prófa endurskoðaða skilgreiningu á árangri ferðaþjónustu. Með nýjum matsviðmiðum sem byggja á verðmætaskapandi KPI (Key Performance Indicators) þáttum, stuðlar verkefnið að sjálfbærari þróun ferðaþjónustunnar.  
  • En bæredygtig destination: Markmið að gera Møre og Romsdal í Noregi að sjálfbærum ferðamannastað. Móta á stefnu í samstarfi heimafólks og ferðaþjónustufyrirtækja og gera úttekt á þolmörkum svæða. Verkefninu er ætlað að stuðla að verklagi sem nýst getur við að mæta ágangi ferðamanna og loftslagstengdum áskorunum.
  • Nuludslipsbåde og UNESCO-parker: Unnið verður að aukinni sjálfbærni í siglingum með ferðamenn á svæðum sem vottuð eru af UNESCO. Skoða á tæknimál varðandi siglingar og núll-losun sem og samstarf milli þjóðgarða og jarðvanga. Gefin verður út handbók fyrir rekstraraðila fyrirtækja sem sigla með ferðamenn til að stuðla að því að dregið verði úr mengun. Vatnajökulsþjóðgarður er íslenskur þátttakandi.
  • Vikingenetværk og unge: Framhaldsstyrkur vegna verkefnis sem Ísland leiðir en það gerir Byggðasafn Skagfirðinga. Verkefnið er komið á þriðja og síðasta ár. Útgangspunktur er í sjálfbærri ferðaþjónustu. Lokaafurð er stafræn handbók, samstarfsnet ungmenna og auknir möguleikar á störfum.
  • ICE arctic youth community: Framhaldsverkefni sem ætlað er að efla samstarf ungs fólks á NORA svæðinu. Fókus er á frumkvöðla, menningarleg og félagsleg samskipti og að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að deila reynslu, efla þekkingu og auka hæfni. Íslenskur þátttakandi er Vikonnekt.
  • Fiska village alive: Island Panorama Center leiðir verkefnið sem snýst um að blása nýju lífi í gömul fiskiþorp með því að skipuleggja viðburði sem draga fram sögulegt og menningarlegt gildi þorpanna. Efla á samstarf Grænlands og Íslands í sjálfbærri ferðaþjónustu, menningu og listum á svæðum sem sjaldan eru í brennidepli ferðamanna.
  • HEIA! Lokalsamfunnsutvikling: Samstarf tveggja byggðarlaga í Noregi og Færeyjum í verkefni sem felst í að þróa sjálfbæra ferðaþjónustu sem ætlað er að skapa fleiri störf, auka tekjur á svæðinu og bæta lífsgæði íbúa.Vonast er til að verkefnið leiði til þess að svæðin verði meira aðlaðandi til búsetu, sérstaklega fyrir ungt fólk.
  • Marine mammal welfare workshop: Halda á vinnustofu með það að markmiði að leggja á mat á og bæta dýravelferð sjávarspendýra í Norður-Atlantshafi í tengslum við veiðar dýranna. Þátttakendur á vinnustofu verða veiðimenn, vísindamenn og stjórnmálamenn frá NAMMCO löndunum (Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og Noregi) auk alþjóðlegra hagsmunaaðila frá löndum eins og Japan og Kanada.  

Næsti umsóknafrestur er í byrjun mars 2025. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um styrk í NORA eru á heimasíðu NORA. Einnig er boðið upp á kynningarfundi (í fjarfundi) fyrir áhugasama umsækjendur þar sem áherslur NORA eru kynntar og veittar leiðbeiningar varðandi umsóknarferlið. Verður nánar auglýst þegar nær dregur á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is og NORA, www.nora.fo

Einnig veitir Hanna Dóra Björnsdóttir tengiliður NORA upplýsingar og ráðgjöf, netfang: hannadora@byggdastofnun.is og sími 455 5454 / 898 6698.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389