Fréttir
NORA STYRKIR TÍU VERKEFNI
Á vetrarfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var í Kaupmannahöfn þann 29. nóvember s.l. var samþykkt að styrkja tíu verkefni. Íslendingar taka þátt í níu þeirra. Alls er varið 3,3 milljónum danskra króna í styrkina tíu. Upphæðin jafngildir rúmum 66 milljónum íslenskra króna.
Alls bárust 19 umsóknir að þessu sinni. Athygli vekur að flest þeirra verkefna sem hlutu styrk eru framhaldsverkefni, þ.e. sem áður hafa fengið styrk. Eins og alltaf eru Íslendingar þátttakendur í stórum hluta verkefnanna sem sótt var um til og næstum allra styrktra verkefna.
Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:
- Rekruttering til fiskenæringen. Verkefnið snýr að endurnýjun starfa í sjávarútvegi með því að kynna störf í sjávarútvegi fyrir ungu fólki. Fisktækniskóli Íslands tekur þátt. Áður hafði verið veittur forverkefnisstyrkur til þessa verkefnis.
- Rødtang. Bæta á aðferðir við ræktun og uppskeru á rauðþangi sem eru taldir miklir markaðsmöguleikar fyrir. Áður styrkt 2021. Íslenska fyrirtækið Rorum ehf. tekur þátt.
- Netværk for bæredygtigt fiskeri. Framhald styrkts verkefnis frá 2022 þar sem komið var á fót samstarfi um sjálfbærar fiskveiðar, en nú á að byggja á því samstarfi um áframhaldið. ISF (Icelandic Sustainable Fisheries) er íslenski þátttakandinn.
- Mikroalger i fødevareindustrien, MAPAC. Verkefnið hlaut styrk á síðasta ári. Safna á þekkingu og vinna markaðskönnun um nýtingu smáþörunga. Algalíf ehf. er íslenski þátttakandinn.
- Græsning og lokalmad. Verkefnið hlaut styrk í fyrra og í ár er um framhald að ræða. Það snýst um staðbundin matvæli byggð á sjálfbærni varðandi beit, þar sem notast er við náttúrulegri áburð. Háskólinn á Hólum er meðal íslenskra þátttakenda.
- Mikroslagteri. Forverkefni sem snýst um að byggja viðurkennt sláturhús. Íslendingar eru ekki þátttakendur á forverkefnisstiginu.
- The North Atlantic UNESCO Trail. Gera á fýsileikakönnun á því að tengja betur saman UNESCO-vanga og þróa UNESCO-slóð á svæðinu og auka þannig skilning og þekkingu á starfi UNESCO. Þingvallaþjóðgarður og Svæðisgarðurinn á Snæfellsnesi taka þátt.
- Elektrisk turistbåd. Markmiðið er að kortleggja þróun raf-báta og stöðu mála í tengslum við ferðaþjónustu. Orkustofnun tekur þátt fyrir Íslands hönd.
- Forretningsengle er framhaldsverkefni, hlaut styrki bæði árið 2021 og 2022. Verkefnið snýst um að auka fjárfestingarmöguleika, m.a. með námskeiðum og uppbyggingu samstarfsnets.
- Vikingenetværk og unge. Verkefni sem Byggðasafn Skagfirðinga leiðir og fékk styrk í fyrra. Útgangspunktur í sjálfbærri ferðaþjónustu. Lokaafurð er stafræn handbók, samstarfsnet ungmenna og auknir möguleikar á störfum.
Næsti umsóknarfrestur er mánudagur 4. mars 2024. Hægt er að kynna sér nánar hvernig á að sækja um styrk í NORA er á slóðinni: https://nora.fo/guide-til-projektstotte og einnig er hægt að sækja sér fræðslu á webinar sem boðið verður upp á í febrúar og verður auglýst nánar á heimasíðu Byggðastofnunar og á síðu NORA, www.nora.fo
Einnig veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir tengiliður NORA upplýsingar og ráðgjöf, netfang sigga@byggdastofnun.is og sími 4555400 og 8697203.
NORA-nefndin og starfsfólk skrifstofunnar (sekretariatsins). Annar frá vinstri er fráfarandi formaður NORA, Kristján Þ. Halldórsson og við hlið hans stendur Sigríður K. Þorgrímsdóttir, tengiliður NORA á Íslandi, en lengst t.h. er Halla Nolsøe nýr framkvæmdastjóri NORA. Myndin er tekin fyrir framan Nordens Hus í Kaupmannahöfn, en þar sótti hópurinn fræðslufundi hjá Norrænu ráðherranefndinni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember