Fréttir
NORA styrkir til samstarfsverkefna
Á ársfundi sínum í byrjun júní samþykkti NORA að styrkja 13 samstarfsverkefni NORA-landanna. Þar af taka Íslendingar þátt í 10 verkefnum.
Ársfundur NORA var að þessu sinni haldinn í Sisimiut á austurströnd Grænlands, 1.-2. júní sl. Fyrir fundinum lá m.a. að afgreiða 42 umsóknir um styrki, en umsóknum hefur fjölgað gríðarlega undanfarið. Fjármagn til úthlutunar er þó óbreytt og því hætt við að hlutfallslega færri umsóknir hljóti styrk. Þetta var fyrri umsóknarfrestur af tveimur, sá síðari er í byrjun október.
NORA styrkir verkefni á fjórum meginsviðum, sem eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta, upplýsingatækni, samgöngur og flutningar og loks annað svæðasamstarf. Að þessu sinni var einnig lögð áhersla á landbúnað, en einnig bárust nokkrar umsóknir sem tengjast öryggismál á hafinu í kjölfar vinnufundar um þau mál sem haldinn var í Kaupmannahöfn í mars sl.
Af þeim 42 umsóknum sem bárust voru 13 samþykktar og hlutu þau verkefni styrk að heildarfjárhæð 2.595.000 danskra króna, eða tæpar 55 milljónir íslenskra króna. Þar af voru 10 verkefni með íslenskri þátttöku.
Þau verkefni sem hæsta styrki fengu eru öll með íslenskri þátttöku. Verkefni um þróun matvöru til að selja ferðamönnum sem minjagripi, tengt matarhefð svæðisins og með hráefni af viðkomandi svæði, fékk 346 þúsund danskar krónur í styrk. Íslenskur þátttakandi í því verkefni er Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Höfn í Hornafirði. Íslenska framleiðslan er m.a. sólþurrkaður saltfiskur, reyktur áll og rabbarbia (brjóstsykur úr rarbbarbara). Kræklingaeldi á opnu hafi sem er samstarfsverkefni fjögurra þjóða hlaut hámarksstyrk, sem eru 500 þúsund danskar krónur. Íslenskir þátttakendur eru Norðurskel, Matís og Tæknistál. Loks má nefna tilraunaverkefni um berjarækt sem tekur til allra NORA-landanna, en það verkefni hlaut einnig hámarksstyrk. Landbúnaðarháskólinn tekur þátt í verkefninu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember