Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir til samstarfsverkefna

Næsti umsóknarfrestur til að sækja um styrki til samstarfsverkefna hjá NORA er 5. október nk.

NORA styrkir samstarfsverkefni á sviði auðlinda sjávar, ferðaþjónustu, flutninga, upplýsingatækni og annars svæðasamstarfs, en þessir málaflokkar eru tilgreindir sem megin áherslusvið NORA varðandi styrkveitingar. Skilyrði fyrir styrk er að samstarf sé milli a.m.k. tveggja aðildarlanda NORA, en aðild eiga Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs. Undanfarin ár hefur NORA lagt áherslu á að auka samstarfið með austurströnd Kanada og Skotland í huga. Það er því litið jákvæðum augum ef umsækjendur hafa samstarfsaðila frá þessum svæðum, þ.e. Nýfundnalandi og Labrador, sem og á skosku eyjunum.

Hámarksstyrkur eru 500 þúsund danskar krónur til eins árs og getur styrkur ekki numið yfir 50% af heildarkostnaði verkefnsins. Umsókn skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem má finna á heimasíðu NORA, www.nora.fo sem og leiðbeiningar við gerð umsóknar. Mögulegt er að leita aðstoðar NORA við að finna samstarfsaðila.

Nánari upplýsingar og aðstoð veitir tengiliður NORA, Sigríður K. Þorgrímsdóttir á Byggðastofnun, netfang: sigga@byggdastofnun.is og sími 455 5400

Athugið að næsti umsóknarfrestur er 5. október nk. og umsóknum skal skilað til NORA eigi síðar en þann sama dag.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389