Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir samstarf á norður Atlantssvæðinu

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) hefur að markmiði að styrkja samstarf á Norður-Atlantssvæðinu og þannig skapa sterkt norrænt svæði sem einkennist af öflugri sjálfbærri efnahagsþróun. Ein af leiðunum að þessu markmiði er veiting styrkja tvisvar á ári til samstarfsverkefna með þátttöku að lágmarki tveggja af fjórum aðildarlöndum (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og sjávarbyggðum Noregs). Nú óskar NORA eftir verkefnahugmyndum með umsóknarfrest þann 3. október 2011.


Í aðgerðaáætlun NORA fyrir árið 2011 er sjónum sérstaklega beint að fámennum samfélögum á starfsvæðinu. Þess vegna vill NORA gjarnan fá umsóknir vegna verkefna sem miða að framleiðslu eða starfsemi í fámennum byggðum.

Þess utan geta umsóknir heyrt undir fjögur megináherslusvið NORA, sem eru:

Auðlindir sjávar
Verkefni þar sem unnið er út frá sjálfbærni og nýsköpun að bættri nýtingu afurða, líftækni, sem og framleiðslu aukaafurða og sjávarafurða.

Ferðaþjónusta
Áhersla á verkefni sem bjóða upp á nýja þjónustu á sjálfbæran hátt, t.d. menningar- og náttúrutengd ferðaþjónusta.

Upplýsinga- og samskiptatækni
Verkefni þar sem þróun upplýsingatækni er markmiðið.

Samgöngur og flutningar
Áhersla á verkefni sem bæta flutninga og samgöngur á svæðinu og verkefni þar sem bæta á öryggi og viðbúnað á hafinu.

Undir heitið „Annað svæðasamstarf“ heyra verkefni sem ekki falla að áðurnefndum flokkum, en geta engu að síður fallið að markmiðum NORA. Til dæmis verkefni í landbúnaði, orkugeira eða verkefni þar sem fengist er við önnur sameiginleg úrlausnarefni á svæðinu.

NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og að hámarki í þrjú ár. Lágmarksskilyrði er að þátttaka sé frá að tveimur NORA-löndum, en það er eftirsóknarvert að löndin séu fleiri. Þá hefur NORA á undanförnum árum lagt áherslu á samstarf við nágranna til vesturs og þar af leiðandi er jákvætt að verkefnaþátttaka sé frá Kanada eða skosku eyjunum.

Umsóknarfrestur er mánudagurinn 3. október 2011.

Útfylla skal umsóknareyðublað sem sækja má á heimasíðu NORA, og þar er einnig að finna leiðbeiningar undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Þá er umsækjendum velkomið að leita til skrifstofu NORA  í Færeyjum, eða til landskrifstofa í viðkomandi löndum um nánari upplýsingar og ráðgjöf.Tengiliður á Íslandi er:  Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang sigga@byggdastofnun.is

Senda á umsóknina rafrænt (á word-formi) til NORA og sömuleiðis útprentaða og undirritaða umsókn með pósti. Fylgigögn, eins og verklýsing og annað ítarefni, sendist rafrænt (á word, excel eða pdf-formi).

Auglýsing


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389