Fréttir
NORA styrkir níu verkefni
Á ársfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var í Nuuk á Grænlandi þann 3. júní sl. var samþykkt að styrkja níu samstarfsverkefni, öll með íslenskri þátttöku.
Eins og áður ná áherslur verkefnastyrkja til auðlinda hafsins, ferðaþjónustu, landbúnaðar, orkunýtingar, upplýsingatækni, flutninga og samgangna sem og annarra verkefna er lúta að samstarfi milli aðildarlandanna fjögurra, Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs. Flestar umsóknir sem berast falla undir sjávarútveg og ferðaþjónustu.
Að þessu sinni bárust 36 umsóknir. Íslendingar eiga þátt í langflestum umsóknum sem berast og verkefnum sem hljóta brautargengi.
Alls var úthlutað 2,2 milljónum danskra króna í verkefnastyrki, eða rúmum 48 mkr. Hámarksstyrkur getur numið 500 þúsund dkr og eitt verkefni hlaut svo háan styrk að þessu sinni, en þrjú verkefni fengu forverkefnisstyrk, undir 100 þúsund dkr. hvert.
Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru eftirtalin:
- Eyland án koltvísýrings, tilraunaverkefni sem snýst um orkunýtingarlausnir þannig að raforka leysi olíu af hólmi, með færeysku eyna Stóra Dímun sem tilraunasvæði. Íslenskir þátttakendur eru Nýorka, Landsvirkjun og Orkusetur.
- Heimskautshlaup, forverkefni sem fjallar um hvernig nýta má víðavangshlaup í ferðaþjónustu á Grænlandi á vegum Arctic Running og Íslenskra fjallaleiðsögumanna.
- Laxasjúkdómar, aðferð til að greina sjúkdóma fyrr og hraðar með nýrri tækni. Íslenskur þátttakandi, Matís.
- Svæðisbundin matvælaframleiðsla, samstarf framleiðenda í dreifðum byggðum, íslenskir þátttakendur, Matís og Háskólafélag Suðurlands.
- Hafsbotninn kortlagður, vettvangur um sjálfbærar fiskveiðar. Markmiðið að skaða ekki lífríki sjávar, sérstaklega með lífríkið á hafsbotni í huga. Íslenskur þátttakandi, Náttúrufræðistofnun. Þetta verkefni hlaut hámarksstyrk.
- Gimsteinar norðursins, net-tímarit með myndum, kynning á löndunum við Norður-Atlantshaf, íslenskur þátttakandi, Ursus Parvus.
- Samstarf um handverk, forverkefni um varðveislu handverks, vinnufundi o.fl., íslenskur þátttakandi, Þingeyskar fingurbjargir.
- Stafræna norðrið, tæknilegur vettvangur netbóka. Íslenskir þátttakendur, Forlagið, Iðnú.
- Vettvangur um björgun á hafi, forverkefni til að vinna úttekt og koma á samstarfi. Íslenskir þátttakendur, Landhelgisgæslan og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Næsti umsóknarfrestur í NORA er 6. október nk. og verður nánar auglýstur hér á síðunni er nær dregur, sem og á vefsíðu NORA,
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember