Fara í efni  

Fréttir

NORA STYRKIR ELLEFU VERKEFNI

Á vorfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var á Kjerringøy í Norður-Noregi í lok maí s.l. var samþykkt að styrkja ellefu verkefni. Íslendingar taka þátt í níu þeirra og stefnt að þátttöku þeirra í einu til viðbótar auk þess að leiða eitt verkefnanna. Alls er varið 2,7 milljónum danskra króna í styrkina ellefu.

Alls bárust 16 umsóknir að þessu sinni. Eins og alltaf eru Íslendingar þátttakendur í stórum hluta verkefnanna sem sótt var um til og næstum allra styrktra verkefna.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:

  • Transatlantik dykkersamarbejde. Forverkefni, en verkefnishugmyndin snýr að samstarfi um köfun og að auka þekkingu og hæfni í greininni. Íslenskur þátttakandi, DIVE.is. Styrkur 60.000 dkr.
  • Slow Tourism. Skipuleggja á vinnufundi og ráðstefnu í Færeyjum, en áhersla er lögð á sjálfbæra ferðaþjónustu í þessu verkefni, sem er í framhaldi af verkefni sem kallaðist „Uldvandreture“ og NORA styrkti. Íslenskur þátttakandi, Textílmiðstöðin á Blönduósi. Styrkur 50.000 dkr.
  • Havkajakturisme. Þjálfa á leiðsögumenn í kajak-ferðaþjónustu. Ísland er ekki þátttakandi. Styrkur 450.000 dkr.
  • Green Education for Empowered Communities. Bjóða á upp á VET-námskeið, gerð verður handbók og stafrænn vettvangur. Íslenskir þátttakendur, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og EMZ ehf. Styrkur 500.000 dkr.
  • Sustainable Aviation Fuel. Framhaldsverkefni. Þessi seinni hluti snýst um rannsókn á eldsneytisnýtingu í flugi o.fl. Íslenskur þátttakandi, Austurbrú. Styrkur 350.000 dkr.
  • Creative North. Forverkefni sem snýst um að koma á samstarfi milli ungra frumkvöðla. Íslenskur þátttakandi, Hringrásarsetur Íslands. Styrkur 200.000 dkr.
  • Ageing in an Accessible Arctic. Norsk-grænlensk rannsókn á kjörum aldraðra í sjávarbyggðum. Ísland er ekki með. Styrkur 135.547 dkr.
  • Arctic Frontiers Student Forum. Styrkja samstarf AFSF sem er nemendasamband á heimskautasvæðinu. Íslenskur þátttakandi, Háskólinn á Hólum. Styrkur 237.249 dkr.
  • Coworking for bygdeliv. Verkefnið snýst um það hvernig hægt er að fjölga íbúum fámennra byggðarlaga. Íslenskur þátttakandi, Blábankinn á Þingeyri. Styrkur 489.000 dkr.
  • Genbrugsværksted. Fræða og efla ungt fólk með fræðslu um hringrásarhagkerfið og áhersla á að nýta hluti og gera við. Íslenskur þátttakandi, Hringrásarsetur Íslands sem jafnframt leiðir verkefnið. Styrkur 150.000 dkr.
  • Mapping Northern Futures. Forverkefni. Snýst um áskoranir ungs fólks í samfélögum þar sem íbúaþróun er neikvæð og atvinnulíf fábreytt og fólk glímir við einmanaleika og andleg vandamál. Ísland ekki með en stefnt að því að svo verði í meginverkefni. Styrkur 50.000 dkr.

Næsti umsóknarfrestur er mánudagur 7. október 2024. Hægt er að kynna sér nánar hvernig á að sækja um styrk í NORA er á slóðinni: https://nora.fo/guide-til-projektstotte og einnig er hægt að sækja sér fræðslu á webinar sem boðið verður upp á í febrúar og verður auglýst nánar á heimasíðu Byggðastofnunar og á síðu NORA, www.nora.fo

Einnig veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir tengiliður NORA upplýsingar og ráðgjöf, netfang sigga@byggdastofnun.is og sími 4555400 og 8697203.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389