Fréttir
NORA styrkir 15 samstarfsverkefni
Á ársfundi NORA í Færeyjum þann 27. maí var samþykkt að styrkja 15 verkefni, þar af 12 með íslenskri aðild.
Á ársfundi Norræna Atlantssamstarfsins, NORA, sem haldinn var í Færeyjum þann 27. maí sl. voru veittir verkefnastyrkir til 15 verkefna að upphæð rúmar 65 milljónir íslenskra króna (rúmar 2,7 milljónir danskra króna) og er það fyrrri styrkjaúthlutun árið 2009. Síðari umsóknarfrestur þessa árs verður 5. október nk., eins og verður auglýst í blöðum og á heimasíðu Byggðastofnunar er nær dregur.
Umsóknum til NORA hefur fjölgað að undanförnu og að þessu sinni bárust 41 umsókn, að meirihluta með íslenskri aðild. Hægt er að sækja um styrki á eftirfarandi sviðum; auðlindum sjávar, ferðaþjónsutu, upplýsingatækni, samgöngum og flutningum og öðru svæðasamstarfi. Eins og oftast bárust flestar umsóknir á sviði auðlinda sjávar. Af þeim 15 verkefnum sem samþykkt var að styrkja voru 12 með íslenskri þátttöku.
Með styrkveitingunum vill NORA leggja sitt af mörkum til þróunar samstarfs í atvinnulífi á Norður-Atlantssvæðinu. Það er gert með því að styrkja þróunarverkefni, efla samstarf og þekkingaryfirfærsluinnan ferðaþjónustu, auðlinda sjávar, samgangna, þróunar atvinnulífs og samfélags.
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu NORA,
Verkefni með íslenskri þátttöku:
- Ferskur eldisþorskur, Fiskeldishópur AVS, Hraðfrystihúsið Gunnvör
- Norrænt góðgæti, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Höfn
- Sjávarspendýr sem fæðutegund, sjávarútvegsráðuneytið
- Fiskigildrur, Hafrannsóknastofnun, Ísafirði
- Fiskflök og kollagen, Matís
- Ferðaþjónusta og villt dýralíf, Selasetrið á Hvammstanga.
- Menning og fiskveiðar, Sagnabrunnur ehf, Skálanessetur
- Fjölþjóðlegt kaffihús, Annette Finnsdóttir
- Gámaflutningaþjónusta, Siglingastofnun, Eimskipafélag Íslands
- Æðardúnn, Bændasamtök Íslands
- Lambakjöt, Matís
- Berjarækt, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember