Fara í efni  

Fréttir

NORA: ráðstefna um skapandi lausnir í fámennum strandhéruðum við norðanvert Atlantshaf

Alþjóðleg ráðstefna um skapandi lausnir fyrir fámennar byggðir strandhéraða við norðanvert Atlantshaf var haldin í Labrador dagana 1.-3. nóvember. Á ráðstefnunni komu fram tillögur um verkefnasamstarf þvert yfir Atlantshafið. NORA, Norræna Atlantsnefndin, stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við kanadísku stofnanirnar Smart Labrador og Harris Centre við Memorial háskólann. 

8.11.2006

 NORA: ráðstefna um skapandi lausnir í fámennum strandhéruðum við norðanvert Atlantshaf

Alþjóðleg ráðstefna um skapandi lausnir fyrir fámennar byggðir strandhéraða við norðanvert Atlantshaf var haldin í Labrador dagana 1.-3. nóvember. Á ráðstefnunni komu fram tillögur um verkefnasamstarf þvert yfir Atlantshafið. NORA, Norræna Atlantsnefndin, stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við kanadísku stofnanirnar Smart Labrador og Harris Centre við Memorial háskólann.

Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá Grænlandi, Færeyjum, Íslandi, Noregi og Kanada frá strandhéruðum viðkomandi landa, sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum og úr rannsóknageiranum og stjórnmálum. Á ráðstefnunni var rætt um sjávarútveg, ferðaþjónustu, fólksflutninga og opinbera þjónustu sem og þverfagleg málefni eins og samgöngur og nýsköpun. Sagt var frá vel heppnuðum þróunarverkefnum sem snerta fámenn strandsamfélög og lagðar fram tillögur að samstarfi til lausna byggðavanda á norðlægum slóðum.

Nokkrar hugmyndir komu fram til frekari þróunar og úrvinnslu. Þær snerta m.a. netsamstarf milli háskóla og annarra skóla sem fást við byggðamál, samstarf um þekkingaryfirfærslu innan menningartengdrar ferðaþjónustu, menningararfs, nýsköpunar í sjávarútvegi og fiskeldi, umhverfismálum og margt fleira.

Í framhaldi af ráðstefnunni verður gefin út svokölluð "Labrador-yfirlýsing", í henni verður lögð fram áætlun um þróun frekara verkefnasamstarfs milli þjóða við norðanvert Atlantshaf. NORA mun framfylgja yfirlýsingunni með fundum og áætlanagerð á næstu mánuðum.

Til að fá nánari upplýsingar má snúa sér til:

Kaspar Lytthans, NORA                      eða                   Sheila Downer, Smart Labrador

+298 35 31 11                                                             + 1 709 931-2072

kaspar@nora.fo                                                           sdowner@smartlabrador.ca


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389