Fréttir
NORA: Næsti umsóknarfrestur er 13. mars
Norræna Atlantshafssamstarfið, NORA, styrkir samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu og veitir verkefnastyrki tvisvar á ári. Nú óskar NORA eftir styrkumsóknum með umsóknarfrest mánudaginn 13. mars 2017.
NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum, en aðildarlönd eru Ísland, Grænland, Færeyjar og strandhéruð Noregs.
Umsóknir skulu taka mið af skipulagsáætlun NORA 2017-2020 og taka til eftirfarandi þátta:
- Skapandi greinar. Þar er átt við verkefni sem byggja á hugviti, hæfileikum og sköpunarkrafti og eru atvinnuskapandi.
- Græn orka. Grænar lausnir í orkumálum til lands og sjávar.
- Líf-hagkerfi (bioøkonomi). Nýsköpun og þróun sem snertir fullnýtingu afurða og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.
- Sjálfbær ferðaþjónusta. Stuðli að fjölbreytni í viðkvæmu hagkerfi og að sjálfbærni.
- Upplýsingatækni. Mikilvægt mál til að sigrast á fjarlægðum.
- Velferðarþjónusta. Samstarf á svæðinu til að auka þjónustu í dreifðum byggðum.
- Öryggi á hafinu. Aukin skipaumferð um Norður-Atlantshaf kallar á ný úrlausnarefni.
Yfirlýst markmið í stefnumörkun áranna 2017-2020 er að stuðla að því að Norður-Atlantshafssvæðið og heimskautssvæðið verði aðlaðandi til búsetu. NORA leggur sérstaka áherslu á annars vegar fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á nýsköpun og hins vegar sjálfbæra þróun í samfélögum svæðisins.
Fræðast má nánar um skipulagsáætlun NORA 2017-2020 á heimasíðunni, www.nora.fo
Á heimasíðu NORA er að finna leiðbeiningar um umsóknarferilinn undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Umsóknareyðublaðið er einnig að finna á heimasíðu NORA og senda á umsóknina rafrænt til NORA á netfangið noraprojekt@nora.fo .
Nánari upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengilið NORA á Íslandi sem er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang sigga@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember