Fréttir
NORA auglýsir verkefnastyrki 2021, fyrri úthlutun
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2021.
Umsóknarfrestur er til og með mánudagsins 8. mars 2021.
Hámarksstyrkur er 500.000 dkr. Lengst er unnt að veita styrki til 3ja ára og aðeins sem hluta af heildarfjármögnun verkefnis, gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skulu fela í sér samstarf á milli a.m.k. tveggja NORA-landa. Í umsóknunum skal taka mið af samstarfsáætlun NORA 2021-2024.
Þau svið sem helst eru styrkt eru eftirfarandi:
- Skapandi greinar: Þar er átt við starfsemi sem sprettur úr sköpunargleði, þekkingu og hæfileikum fólks og sem eflir velferð og eykur atvinnutækifæri með því að skapa og nýta þekkingarauð.
- Græn orka: Þróa skal og innleiða grænar orkulausnir til sjós og lands.
- Lífhagkerfi: Nýsköpunarverkefni skulu stuðla að verðmætaaukningu með þróun vannýtts hráefnis, nýrrar verðmætasköpunar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu.
- Sjálfbær ferðaþjónusta: Ferðaþjónustan á að leggja sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í viðkvæmum hagkerfum á svæðinu um leið og sjálfbærni innan greinarinnar eykst.
- Upplýsinga- og fjarskiptatækni: Upplýsinga- og fjarskiptatækni er mikilvægur liður í að sigrast á fjarlægðum.
- Velferðarþjónusta: Samstarf á svæðinu, til að takast á við þær áskoranir sem miklar vegalengdir og skortur á markfjölda fagfólks og sjúklinga/skjólstæðinga skapar, skiptir sköpum fyrir framtíð svæðisins.
- Öryggismál/viðbúnaður á hafi: Vaxandi skipaumferð á Norður-Atlantshafssvæðinu og Norðurheimskautssvæðinu fylgja nýjar og flóknar áskoranir.
NORA leggur áherslu á að stuðla að:
- auknum fjölbreytileika í efnahags- og atvinnulífi á svæðinu með skapandi lausnum.
- sjálfbærri þróun samfélaga á Norður-Atlantshafssvæðinu.
Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ungt fólk á Norður-Atlantshafssvæðinu. Með því er ætlað að takast á við hinar lýðfræðilegu áskoranir, einkum þær sem tengjast brottflutningi ungs fólks af svæðinu.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORA
Rafrænt umsóknarform hefur nú verið opnað gegnum heimasíðu NORA.
Upplýsingar og ráðgjöf má fá hjá tengilið NORA á Íslandi: Sigríði K. Þorgrímsdóttur
Á heimasíðu NORA má finna nánari leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar undir flipanum „PROJEKTSTØTTE“.
Við mat umsókna eru eftirfarandi þættir sérstaklega til skoðunar:
- Tenging verkefnisins við samstarfsáætlun NORA og þátttöku ungs fólks
- Möguleika verkefnisins til árangurs
- Hvort að verkefnið sé endurtekið eða mjög líkt öðru verkefni
- Samsetning samstarfsaðila
- Raunhæfi viðskiptaáætlunar
Umsóknir verða að uppfylla eftirfarandi kröfur:
- Samstarfsaðilar skulu vera frá a.m.k. tveim NORA löndum. Samstarfsaðilar frá öðrum nágrannalöndum eru einnig leyfilegir. Þeir njóta þó ekki styrks frá NORA og teljast ekki með til þess að uppfylla skilyrði um a.m.k tvö NORA-lönd. Að auki skal eignarhald og aðkoma samstarfsaðila að verkefni vera jafnt.
- Hámarksstyrkur er 50% af heildarfjármögnun verkefnisins, en þó aldrei hærri en 500.000 dkr. á ári og 1.500.000 dkr. á þriggja ára tímabili.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember